Iðnaður

Norðurorka | Nýtt skjákerfi

Skjákerfi, Stjórnkerfi, Akureyri, Orka, Veita

Norðurorka, orku- og veitufyrirtæki á Akureyri, uppfærði skjákerfi félagsins til að auka öryggi og áreiðanleika stjórnkerfa þess. EFLA var ráðgjafi í verkefninu og sá um uppsetningu, hönnun og gangsetningu á nýju Siemens WinCC skjákerfi. 

Upplýsingar um verkefnið

Verkkaupi
Norðurorka

Verktími
2017-2018

Staðsetning
Akureyri

Tengiliðir

Um hvað snýst verkefnið

Verkefninu var skipt upp í nokkra áfanga. Fyrst var gerð þarfagreining og í kjölfarið valið nýtt og hentugt skjákerfi fyrir Norðurorku. Fyrir valinu varð Siemens WinCC skjákerfi sem EFLA er samstarfsaðili (e: solution partner) fyrir. 

Annar fasi verkefnisins var að setja upp sjálft grunnkerfið og alla grunnvirkni þess. 

Ákveðið var að hefja innleiðingu á skjákerfinu í einni veitu í einu og var skjákerfið tekið í notkun í fráveituhlutanum síðla vetrar 2018. Í kjölfarið bætast aðrar veitur við kerfið, þ.e. vatnsveita, hitaveita, rafveita og virkjanir. 

Hlutverk EFLU

  • Forritun nýs skjákerfis fyrir mismunandi veitur
  • Prófunarlýsingar og prófunarskjöl
  • Prófanir á skjákerfum áður en uppsetning á sér stað
  • Breytingar á PLC forritum til að nýta nýjan staðal
  • Uppsetning og prófanir 

Ávinningur verkefnis

Nýja skjákerfið veitir betri yfirsýn á stjórnkerfi Norðurorku og er þannig góð viðbót við núverandi eftirlitskerfi. Rekstraraðilar fyrirtækisins geta nú tengst kerfinu úr fartölvum og snjalltækjum hvar sem er til eftirlits á veitum fyrirtækisins. 


Var efnið hjálplegt? Nei