Scott Monument | Edinborg
KSLD, Lýsingarhönnun, Lýsing, Minnismerki, Edinborg, Edinburgh
Eitt þekktasta kennileiti Skotlands, minnismerkið Scott Monument, stendur á áberandi stað í miðbæ Edinborgar og er afar fjölsóttur og vinsæll ferðamannastaður. KSLD | EFLA Lýsingarhönnun var valin til að hanna lýsingu fyrir þessa fallegu 170 ára gömlu byggingu sem eftir væri tekið.
Upplýsingar um verkefnið
Verkkaupi
The City of Edinburgh Council
Verktími
feb. 2015-sep. 2016
Staðsetning
Edinborg, Skotland
Tengiliður
Kevan ShawLighting Design Director - LýsingarhönnunSími: +354 412 6234 / +44 783 65 970 44Netfang: kevan.shaw@efla.is
Um hvað snýst verkefnið
Eftirtektarverð smáatriði og töfrandi sérkenni þessarar gömlu gotnesku byggingu veittu lýsingarhönnuðum innblástur í verkefnið. Það var því ákveðið að leggja áherslu á lýsingu sem veitti þessum eiginleikum skýrari ásýnd og drægi betur fram fegurð byggingarinnar.
Verkþættir
Hugað var að smáatriðum við lýsingarhönnun minnismerkisins. Mynd: David Barbour.
Það voru fjölmargar áskoranir sem komu upp í verkefninu, bæði vegna sögulegs gildis byggingarinnar og yfirborðsáferðar á steinhleðslunni. Þannig leiddu prófanir í ljós að steinninn legði frá sér grænan lit undir ákveðinni lýsingu. Því var ákveðið að nota sérstaka ljósgjafa sem næðu að kalla fram glitrunina í steinhleðslunni.
Súlur minnismerkisins voru útbúnar skrautlýsingu. Mynd: David Barbour.
Einnig þurfti að huga vel að öllum festingum, þar sem bannað er að bora í steininn eða raska yfirborð minnismerkisins nokkurn hátt. Flestir ljósgjafar voru sérstaklega hannaðir fyrir þetta verkefni og smíðaðir í Edinborg. Sérsniðnar súlur voru útbúnar skrautlýsingu lýsa nú undirstöðurnar á minnisvarðanum og tengja bygginguna við umhverfið sitt.
Mikil áhersla var lögð á auðvelt aðgengi að lömpum, undirstöðum og raflögnum í allri hönnuninni. Að lágmarka viðhaldskostnað var haft að leiðarljósi án þess þó að slá af kröfum um tilkomumikla og eftirtektarverða lýsingu á þessu glæsilega minnismerki.
Hlutverk KSLD | EFLU
Sáum um alla lýsingarhönnun, hönnun ljósgjafa ásamt útfærslu á rafkerfi.
Lýsingarhönnunin hefur vakið mikla athygli og hefur hlotið tvenn verðlaun fyrir verkið. Mynd David Barbour.
Verðlaun fyrir lýsingarhönnun
- LUX verðlaun 2016: "Highly Commended in the Outdoor Lighting category"
- Scottish Design verðlaun 2017: "Winner of the Lighting Design category"