Iðnaður

Stjórnkerfi og fjarskiptakerfi Þeistareykjavirkjunar

Nýjasta jarðgufuvirkjun Landsvirkjunar, Þingeyjarsveit og Norðurþing

EFLA sér um forritun, prófanir og gangsetningu á stjórnkerfum Þeistareykjavirkjunar, ásamt því að hanna og veita ráðgjöf um þráðlaus fjarskiptakerfi í stöðvarhúsi. 

Upplýsingar um verkefnið

Verkkaupi
ABB, Balcke-Dürr, Fuji Electric (stjórnkerfi)
Landsvirkjun (fjarskipti)

Verktími
2016 - 2018

Staðsetning
Þeistareykir, Þingeyjarsveit og Norðurþing

Tengiliðir

Um hvað snýst verkefnið

EFLA kom að verkefninu með tvenns konar hætti, annars vegar forritun á stjórnkerfi virkjunarinnar og í öðru lagi hönnun á fjarskiptakerfum í stöðvarhúsi. 

Stjórnkerfi

Stjórnkerfið sem sett verður upp er af System 800xA gerð og er kerfið algengt í raforkuframleiðslu og iðnaði. EFLA vinnur einnig með þýska fyrirtækinu Balcke-Dürr um forritun, prófanir og gangsetningu og á kalda enda (Cold End) virkjunarinnar. Að auki er Fuji Electric í Japan í samstarfi við EFLU með forritun, prófanir og gangsetningu á hverfli og rafal.

Fjarskiptakerfi

Verkefni tengdu fjarskiptakerfi fólst í rýni á hjávirku lekastrengskerfi í stöðvarhúsi Þeistareykjavikjunar, ásam hönnun, skilgreiningum og útreikningum á virka hluta þess. Kerfinu er ætlað að veita þjónustu á TETRA, GSM, 3G og WiFi í stöðvarhúsi virkjunarinnar, með möguleika á tengingum 4G farsímakerfa síðar meir.
TETRA, GSM og 3G merkjum er tappað af viðkomandi sendum á Ketilfjalli og send með ljósleiðara niður í stöðvarhús, þar sem þau eru mögnuð upp og send inn á lekastrengskerfi sem dreifir þeim um húsið.

Fyrsti áfangi Þeistareykavirkjunar er 45MW og er vél 1 áætluð í rekstur í október 2017. Áfangi 2 sem einnig er 45MW er á áætlun í apríl 2018. Uppsett afl Þeistareykjavirkjunar mun þá vera 90 MW. EFLA vinnur samhliða að báðum áföngum.

Þeistareykjarvirkjun

Verkþættir


Hlutverk EFLU

  • Forritun stjórnkerfis
  • Prófanir og gangsetning á stjórnkerfi
  • Hönnun virks fjarskiptabúnaðar í stöðvarhúsi og á Ketilfjalli
  • Úttekt og lokaprófanir
  • Rýni hjávirks fjarskiptakerfis í stöðvarhúsi
  • Ráðgjafi verkkaupa vegna þráðlausra fjarskipta fyrir TETRA / GSM / 3G og WiFi dreifingarVar efnið hjálplegt? Nei