
Innleiðing ISO 9001 hjá Öskju
EFLA var ráðgjafi Öskju við innleiðingu á gæðastjórnunarkerfi skv ISO9001 í starfsemi fyrirtækisins. Áður hafði EFLA aðstoðað fyrirtækið við innleiðingu á umhverfisstórnunarkerfi skv ISO14001 staðlinum.
Um hvað snýst verkefnið
Markmið verkefnis var að innleiða og fá vottun þriðja aðila á gæðastjórnunarferlum í allri starfsemi Öskju. EFLA veitti ráðgjöf varðandi uppsetningu og innleiðingu verkferla og mótun gæðastjórunarkerfisins, sem og við mótun gæðastefnu. Kerfið var samþætt inn í það stjórnkerfi sem til staðar var hjá fyrirtækinu.
Hlutverk EFLU
- Ráðgjafi við gerð gæðastefnu og markmiða
- Ráðgjafi við uppbyggingu stjórnkerfis gæðamála sniðið að þörfum fyrirtækisins og væntingum og þörfum hagsmunaaðila
- Ráðgjafi við áhættumat í tengslum við gæði
Ávinningur verkefnis
Ávinningur felst meðal annars í því að þjónusta sem fyrirtækið veitir er samræmd, nýting auðlinda (starfsmanna, hráefnis, o.s.frv.) bætt og frávik lágmörkuð. Vottun gæðastjórnunarkerfis getur leitt til betri ímyndar út á við og auðveldar markaðsstarf á vörum og þjónustu. Þá getur skilvirkt kerfi skilað sparnaði í rekstri, eflt samkeppnishæfni og ekki síst aukið ánægju viðskiptavina.