Flugvallarbygging séð úr lofti.

Keflavíkurflugvöllur

KeflavíkByggingarIðnaður

EFLA hefur veitt margvíslega ráðgjöf og verkefni fyrir Keflavíkurflugvöll.

Viðskiptavinur
  • ISAVIA
Verktími
  • 2014 - 2019
Þjónustuþættir
  • Flugvellir
  • Fráveitu- og ofanvatnskerfi
  • Jarðfræði og bergtækni
  • Ljósleiðarakerfi
  • Raflagnahönnun
  • Styrkingar vega
  • Útboðsgögn og samningar
  • Veg- og gatnalýsing
  • Vegir og götur
  • Verkeftirlit

Verkefni fyrir Keflavíkurflugvöll

Þjónustuvegur milli Flugstöð Leifs Eiríkssonar að Háleitishlaði

Verkefnið fólst í hönnun og gerð útboðsgagna fyrir 2,7 km langan þjónustuveg frá Flugstöð Leifs Eirikssonar (FLE) að Háleitishlaði ásamt ýmsum tengingum við hann. Um er að ræða 12 m breiðan veg með mikið burðarbol þar sem stór og þung tæki, sem þjónusta flugvélar, þurfa að fara um veginn. Gera þurfti sérstakar ráðstafanir þar sem vegurinn þverar eldsneytislagnir með því að verja þær með steyptum plötum.

Vegurinn var hannaður með veglýsingu þar sem taka þurfti tillit til að vegurinn liggur við enda beggja flugbrautanna. Við veginn var einnig hannað malarplan með lokunarslám til umferðarstýringar. Umhverfis planið var síðan hönnuð mön þar sem öllu umframefni úr uppgreftri var komið fyrir.

Hlutverk EFLU í verkefninu

  • Eftirlit og umsjón með endurgerð og malbikun flugbrauta
  • Verkefnastýring
  • Hönnun þjónustuvegar og tenginga
  • Hönnun veglýsingar
  • Hönnun drens- og ofanvatnslausna
  • Mælingar og jarðvegsmat
  • Verklýsing
  • Þjónusta á verktíma

Verktími var febrúar 2017 - október 2018.

Malbikun flugbrauta

EFLA sá um eftirlit með endurnýjun flugbrauta 2016 og -17 (útboð nr. V20239) og jarðvinnu vegna rafmagnsdreifikerfis (útboð nr. V20252). Endurnýjun flugbrauta fólst í að lagfæra þversnið á brautum 02- 20 og 11-29 á Keflavíkurflugvelli með fræsingu og malbikun, endurnýja allar ídráttarröralagnir og setja niður kollur fyrir hliðar- og brautarljós.

Þá var sett nýtt ídráttarrörakerfi meðfram brautum, fræst var fyrir lögnum að brautarljósum og gengið frá yfirborði með sérstöku fyllingarefni. Einnig fólst í verkefninu ráðgjöf vegna jarðvinnu og undirstaðna fyrir aðflugsljós á tveimur flugbrautarendum.

Hlutverk EFLU í verkefninu

  • Verkefnastýring
  • Öryggiseftirlit
  • Daglegt eftirlit og faglegt eftirlit
  • Mælingar
  • Þjónusta á verktíma og ráðgjöf við val lausna á hönnun yfirborðs

Verktími var maí 2016 - desember 2017.

Settjörn vegna stækkunar flughlaðs

Verkefnið fólst í hönnun og gerð útboðsgagna fyrir um 800 m2 settjarnar til hreinsunar á ofanvatni af flughlaði. Straumfræðileg hönnun tjarnarinnar var krefjandi þar sem svæðið er flatt en eftir hreinsun í tjörninni er vatninu veitt í jarðveg. Til að hámarka virkni settjarnarinnar var hún útfærð með mikla miðlunargetu og stendur því mikið til tóm þegar þurrt er í veðri. Önnur áskorun í útfærslunni var þverun eldsneytislagnar flugvallarins.

Tjörnin er með botnþéttingu úr PE og grjótvörn í bökkum. Rennslinu út tjörninni er stjórnað með útrennslisbrunni þar sem er yfirfallsbrún, rennslistemrun og tæmingarloka. Einnig var hluti af verkefninu að velja afkastamikla olíuskilju framan við tjörnina.

Hlutverk EFLU í verkefninu

  • Verkefnastýring
  • Hönnun botnþéttingar
  • Hönnun lagna að og frá og útrennslisbrunns
  • Straumfræðileg hönnun tjarnarinnar og mat á lekt hennar
  • Hönnun ídráttarrörakerfis fyrir rafmagn
  • Útboðs- og verklýsing
  • Þjónusta á verktíma

Verktími var maí 2015 - janúar 2017

Flugvélastæði og tengivegur

Verkefnið fólst í að breyta og stækka tvö núverandi flugvélastæði í stæði fyrir fjórar flugvélar og útbúa vegtengingu frá flughlaði Flugstöðvar Leifs Eiríkssona að stæðunum. Um var að ræða tvö steypt plön með tveim aðkomum sem eru malbikaðar. Hannað var lagnakerfi fyrir yfirborðsvatn ásamt olíuskilju og settjörn. Einnig var sett nýtt ídráttarrörakerfi fyrir rafmagn.

Hönnunin tók mið af ICAO Annex 14 og Design manualar frá ICAO.

Hlutverk EFLU í verkefninu

  • Verkefnastýring
  • Hönnun flugvélastæða og þjónustuvegar
  • Hönnun drens- og ofanvatnslausna ásamt olíuskilju og settjörn
  • Hönnun ídráttarrörakerfis fyrir rafmagn
  • Útboðs- og verklýsing
  • Þjónusta á verktíma
  • Eftirlit með rafkerfum

Verktími var maí 2014 - janúar 2015

Viltu vita meira?