Bygging horft til himins.

Klafastaðir launaflsvirki

HvalfjarðarsveitByggingarOrkaIðnaður

Mannvirkið er SVC-virki (e.Static-Var-Compensator) sem er ætlað að jafna út spennusveiflur og auka gæði raforkunnar. Þetta er gert með spólum og þéttum. Stjórnun virkisins byggir á aflrafeindatækni – þýristorum.

Viðskiptavinur
 • Landsnet
Verktími
 • 2011 - 2012
Þjónustuþættir
 • Brunahönnun
 • Burðarvirki
 • Hljóðvistarráðgjöf
 • Hússtjórnarkerfi
 • Lagnahönnun
 • Loftræsihönnun
 • Rafkerfi
 • Tengivirki
 • Verkefnastjórnun
 • Verkeftirlit

Um hvað snýst verkefnið

Þetta er 220 kV launaflsvirki sem er sjálfvirkt og á að halda spennunni á Klafastöðum innan eðlilegra marka, einnig þegar truflanir verða í 220 kV kerfinu. Launaflsvirkið getur þrepað sig á sviðinu -100/150 MVAr. Þetta er fyrsti hlutinn í 400/220 kV tengivirki sem mun rísa þarna í framtíðinni.

EFLA vann að undirbúningi SVC virkisins og sá um gerð útboðsganga auk þess sem fyrirtækið sá um eftirlit með uppsetningu rafbúnaðar. Um er að ræða flókinn rafbúnað og skilgreindi EFLA kröfur sem gerðar voru til búnaðarins en hönnuður og framleiðandi var ABB.

Landsnet ákvað að byggja hús yfir búnaðinn og er það á einni hæð og skiptist í þjónustuhús, SVC-rými, spennarými og rofarými. Þjónustuhúsið er upphitað, einangrað, steinsteypt hús, um 200 m2 að grunnfleti. Hinir hlutar hússins eru um 2.100 m2 að grunnfleti og eru óupphituð og óeinangruð skýli yfir háspennubúnað. SVC rými, spennarými og rofarými eru aðskilin með steinsteyptum veggjum. Burðargrind að öðru leyti úr stáli, þak og veggir klædd með málmklæðningum.

Við brunahönnun var sérstaklega skoðað bruna- og sprengiálag vegna spenna í byggingu. Framkvæmdir voru ítarlegir útreikningar á bruna í byggingu vegna spenna þar sem hitastig var skoðað sérstaklega m.t.t. loftræsingar. Að auki var gert sérhæft líkan og útreikningar á sprengingu í spennum. Skoðað var hvernig hljóð barst frá virkinu og metið hvort sérstakra aðgerða væri þörf af þeim sökum.

Hlutverk EFLU

Verkfræðihönnun á SVC virki

 • Yfirumsjón og verkefnastjórnun á öllu verkinu
 • Útreikningar og undirbúningur
 • Útboðshönnun og deilihönnun
 • Öll útboðsgögn vegna efnis og vinnu
 • Eftirlit með uppsetningu
 • Aðstoð við prófanir búnaðar

Byggingar

 • Hönnun bruna- og öryggiskerfa
 • Hönnun lagna og loftræsingar
 • Hönnun rafkerfa
 • Hljóðráðgjöf
 • Hönnun burðarvirkja og grundunar

Viltu vita meira?