Inni í skrifstofubyggingu.

Lýsingarhönnun fyrir Landsbankann í Reykjanesbæ

ReykjanesbærByggingar

EFLA sá um lýsingarhönnun fyrir útibú Landsbankans í Reykjanesbæ þegar innréttingar bankans voru endurhannaðar.

Viðskiptavinur
  • Landsbankinn hf.
Samstarfsaðilar
  • Gunnar Guðnason
Verktími
  • 2012 - 2013
Þjónustuþættir
  • Lýsingarhönnun

Um hvað snýst verkefnið

Lýsingarhönnuðir EFLU fengu frjálsar hendur þegar lýsing fyrir útibú Landsbankans var endurhönnuð og nýjum innréttingum komið fyrir. Þetta er eitt fyrsta verkefni EFLU þar sem LED lýsing var notuð í meira mæli en hefðbundnir ljósgjafar.

Hlutverk EFLU

Móttakan og inngangurinn eru römmuð skemmtilega inn með sveigðum LED lampalengjum en þess má geta að LED lamparnir koma sveigðir frá framleiðanda eftir forskrift hönnuða. Hringlaga LED lampar lýsa gönguleiðir á skemmtilegan máta með beinni og óbeinni lýsingu en biðsvæði eru lýst með ferköntuðum hefðbundnum flúrperum (sparperum).

Lýsingin skapar góða heildarmynd og er stýrð með DALI ljósastýrikerfi sem forritað er af EFLU.

Viltu vita meira?