Skip við strönd tengt við vinnslustöð í landi.

Mat á umhverfisáhrifum fyrir landeldisstöð í Vestmannaeyjum

VestmannaeyjarSjálfbærni og umhverfi

EFLA framkvæmdi mat á umhverfisáhrifum vegna landeldisstöðvar sem Laxey hf hyggst reisa í Vestmannaeyjum. Áætluð framleiðslugeta stöðvarinnar er um 11.500 tonn af laxi á ári.

Viðskiptavinur
  • Laxey
Þjónustuþættir
  • Mat á umhverfisáhrifum

Lagt var mat á áhrif framkvæmdarinnar vegna vatnstöku á grunnvatns- og sjávarstrauma, áhrif á viðtaka, áhrif á landslag, sjónræn áhrif, útivist og ferðaþjónustu, áhrif efnisvinnslu, áhrif á atvinnulíf og byggðarþróun, fugla og jarðmyndanir og og verndarsvæði.

Um hvað snýst verkefnið?

Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt tl. 10.19 í 1. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Megin markmið umhverfismatsins er að koma á auga á möguleg umhverfisáhrif sem framkvæmdin getur haft í för með sér og reyna að koma í veg fyrir eða minnka neikvæð áhrif eins og kostur er á.

Hlutverk EFLU

  • Ráðgjafi Laxeyjar í mati á umhverfisáhrifum, samráði og kynningum.
  • Verkefnastjórnun umhverfismats
  • Samantekt og verð matsáætlunar
  • Samantekt og ritstjórn umhverfismatsskýrslu
  • Samskipti við sérfræðinga
  • Mat á áhrifum framkvæmdar á framlögðum umhverfisþáttum

Viltu vita meira?