Borgin Osló séð frá hafi.

Námsmannaíbúðir í Osló

OslóOrka

Verkefnið snérist um hönnun fimm nýrra íbúðatblokka fyrir stúdentagarðana Sogn Studentby í Osló, alls 234 íbúðir.

Viðskiptavinur
  • SIO stúdentafélagið í Osló
Verktími
  • 2011 - 2012
Þjónustuþættir
  • Raflagnahönnun

Um hvað snýst verkefnið

Blokkirnar eru bæði nýbyggingar og byggðar við eldri hús. Eldhús, salerni og breiðband eru í öllum nýjum íbúðum. Nokkrar íbúðir eru sérhannaðar fyrir hreyfihamlaða og eru lyftur í öllum fimm blokkunum.

Svæðið sjálft á sér langa sögu en á því voru meðal annars fyrstu stúdenta­íbúðirnar á Oslóarsvæðinu. Blokkirnar voru byggðar sem hluti af ólympíuþorpi þegar vetrarólympíuleikarnir voru haldnir í Osló 1952. Þær voru síðan notaðar sem stúdentaíbúðir eftir að leikunum lauk.

Viltu vita meira?