Nonnekloppen göngu- og hjólabrúin í Bergen
Hönnun á nýrri stálbrú, göngu- og hjólastíg, vatns- og fráveitukerfi, lýsingu, jarðtæknileg hönnun á fyllingum undir vatni og gerð útboðsgagna.
Um hvað snýst verkefnið
Göngubrúin við Nygårdstangen verður hluti af nýju kerfi göngu- og hjólastíga í kringum Store Lundegårdsvatn í Bergen í Noregi. Suðurendi brúarinnar, sem stendur við slökkvistöðina í Bergen, mun standa á 6 m hárri fyllingu sem myndar útsýnispall og er einnig áætlað að byggja þyrlupall þar í framtíðinni. Við norðurenda vogsins liggur brúin yfir að opnu svæði framan við ADO Arena og Amalie Skram framhaldsskólann.
Skipulag og hönnun á göngu- og hjólastíg og hönnun á fyllingum undir vatni eru einnig hluti af verkefninu. Um er að ræða stálbrú með kassalaga þversniði með breytilegri þversniðshæð í einu 60 m hafi yfir voginn og tveimur 6 m endahöfum sem eru falin að hluta. Stöplar brúarinnar standa á niðurboruðum stálkjarnastaurum.
Umhverfismál
Umhverfisfræðilegar rannsóknir, sýnatökur og eftirlit í tengslum við fylliefni undir göngu- og hjólastíg vegna mengaðra setlaga í Store Lundegårdsvatni er í höndum verktaka.
Hlutverk EFLU
- Val á hönnunarlausn í samstarfi við arkitekta og verkkaupa
- Forhönnun á nokkrum mögulegum brúarhönnunarlausnum
- Hönnun á 72 m langri stálbrú með kassalaga þversniði
- Skipulag og hönnun á u.þ.b. 350 m löngum göngu- og hjólastíg
- Jarðtæknileg hönnun á u.þ.b. 55.000 m3 fyllingu undir vatni
- Hönnun á lýsingu og vatns- og fráveitukerfi
- Gerð útboðsgagna fyrir verkið
- Eftirfylgni og ráðgjöf á framkvæmdatíma
Ávinningur verkefnis
Verkefnið felur í sér bætta göngu- og hjólaleið fyrir vegfarendur í þessum hluta Bergen.
- 1 / 4
- 2 / 4
- 3 / 4
- 4 / 4