Orka
Landsnet | Áreiðanleiki í flutningskerfi
Landsnet, Áreiðanleiki, Afhendingaröryggi
Þriðja hvert ár er gefin út skýrsla á vegum Landsnets um hvernig afhendingaröryggi flutningskerfisins hefur þróast og reiknað er afhendingaröryggi á hverjum afhendingarstað.
.
Upplýsingar um verkefnið
Verkkaupi
Landsnet
Verktími
Árlega
Staðsetning
Reykjavík
Tengiliður
Kolbrún Reinholdsdóttir Rafmagnsverkfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6149 / +354 665 6149 Netfang: kolbrun.reinholdsdottir@efla.is Reykjavík
Um hvað snýst verkefnið
Á þriggja ára fresti hefur Landsnet gefið út skýrslu um afhendingaröryggi flutningskerfisins. Afhendingaröryggi hvers afhendingarstaðar í kerfi Landsnets hefur verið reiknað og uppfært. Einnig hefur verið reiknaður þjóðhagslegur kostnaður vegna raforku sem ekki er afhent. Þessi skýrsla er mikilvæg fyrir Landsnet og aðra til að meta styrkleika kerfisins og sjá hvar þarf að styrkja kerfið enn frekar.
Hlutverk EFLU
EFLA hefur að mestu leyti unnið þessar skýrslur og þróað aðferðarfræðina við þær.
