Orka

Fitjalína 2 | Jarðstrengslagnir

Fitjalína, United Silicon, Landsnet

EFLA sá um undirbúning og hönnun 132 kV jarðstrengslagnar milli Fitja og Helguvíkur á Reykjanesi. Um var að ræða tengingu á nýju tengivirki Landsnets sem sér kísilveri United Silicon fyrir raforku.

Upplýsingar um verkefnið

Verkkaupi
Landsnet

Verktími
2014 - 2016

Staðsetning
Reykjanes

Tengiliðir

Um hvað snýst verkefnið

Verkefnið gekk út á að leggja um 8,5 km langan 132 kV jarðstreng frá tengivirkinu við Fitjar að nýju tengivirki í Helguvík. 

Hlutverk EFLU var að sjá um skipulags- og leyfismál, jarðkönnun og val og hönnun á lagnaleið. Að auki sá EFLA um yfirferð tilboða og ráðgjöf á verktíma.

Verkið var unnið í góðu samráði við Reykjanesbæ, Garð og Isavia. Miklar kröfur voru gerðar til vinnu verktaka og yfirborðsfrágangs í verklok.

Lagnaleiðin var mjög krefjandi þar sem hún liggur í byggð og fjöldi lagna og gatna sem þurfti að þvera því mikill, þar með talin Reykjanesbraut. Að auki lá lagnaleiðin um verndarsvæði Keflavíkurflugvallar þar sem strangar aðgangstakmarkanir gilda. 

Hlutverk EFLU

  • Skipulags- og leyfismál, auk samskipta við hagsmunaaðila
  • Verkhönnun
  • Jarðkönnun
  • Hönnun jarðvinnu og útdráttar
  • Aðstoð á útboðstíma
  • Ráðgjöf á verktíma, aðstoð við verkeftirlit


Var efnið hjálplegt? Nei