Grundarfjarðarlína 2
Grundarfjörður, Jarðstrengslögn, Ólafsvík, Landsnet, Snæfellsnes
EFLA sá um undirbúning ásamt hönnun á 66 kV jarðstrengslögn milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur á Snæfellsnesi ásamt því að aðstoða við verkeftirlit á verktíma.
Upplýsingar um verkefnið
Verkkaupi
Landsnet
Verktími
2016 - 2018
Staðsetning
Snæfellsnes, Íslandi
Tengiliður
Eggert Þorgrímsson Rafmagnsverkfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6072 / +354 665 6072 Netfang: eggert.thorgrimsson@efla.is Reykjavík
Um hvað snýst verkefnið
Til að auka afhendingaröryggi raforku yst á Snæfellsnesi var ákveðið að leggja nýja 66 kV jarðstrengslögn á milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur, alls 26 km langan jarðstreng.
Verkið var unnið í góðu samráði við sveitarfélögin og hagsmunasamtök á svæðinu. Miklar kröfur voru gerðar til vinnu verktaka og yfirborðsfrágangs í verklok.
Umhverfismál
Lagnaleiðin er mjög krefjandi þar sem hún liggur að hluta um gróin svæði, nálægt náttúruperlum, að hluta í hliðarhalla og á einum stað fyrir höfða þar sem mjög þröngt er um strenginn og hætta á grjóthruni. Taka þurfti tillit til fjölmargra atriða eins og ferðamennsku, búskapar og íþróttaiðkunar.
Verkþættir
Hlutverk EFLU
- Skipulags- og leyfismál, auk samskipta við hagsmunaaðila
- Verkhönnun
- Jarðkönnun og val á lagnaleið
- Hönnun jarðvinnu og útdráttar
- Aðstoð á útboðstíma
- Ráðgjöf á verktíma, aðstoð við verkeftirlit