Orka

Háspennulína í Noregi 420kV

Ofoten, Balsfjord, Norðland, Troms fylki, Norður Noregur

Statnett lætur nú leggja 150 km langa 420 kV háspennulínu frá Ofoten í Norðlandi til Balsfjord í Troms-fylki. Hún liggur um sjö sveitarfélög. Markmiðið er að tryggja afhendingaröryggi raforku í Norður-Noregi norðan við Ofoten, auk þess sem línan er forsenda fyrir frekari virkjun endurnýjanlegrar raforku í landshlutanum. Kostnaðaráætlun verksins er 3,2–3,7 milljarðar NOK.

Upplýsingar um verkefnið

Verkkaupi
Statnett

Verktími
2011 - 2017

Staðsetning
Norður-Noregur, frá Ofoten í Norðlandi til Balsfjord í Troms

Tengiliður

Um hvað snýst verkefnið

Í þessa 150 km löngu, 420 kV háspennulínu frá Ofoten í Norðlandi til Balsfjord í Troms-fylki, eru notaðar staðlaðar lausnir Statnett, bæði í stálmöstur og forsteyptar undirstöður. EFLA hefur unnið fyrir Statnett allt frá undirbúningsstigi, við að meta línuleiðir og jarðtæknilegar aðstæður til undirstöðuhönnunar. Enn fremur hefur EFLA hannað öll möstur og undirstöður og notað til þess eigin Excel-forrit, sem og forrit af markaði, og aðstoðað við verkefnisstjórn, tæknilegt eftirlit og ráðgjöf á byggingarstigi.

Sérstakar áskoranir í verkefninu er erfitt aðgengi og langar flutningsleiðir, þar sem flytja þarf efni og mannskap að mestu með þyrlum. Stuttir dagar og takmörkuð birta við framkvæmdir að vetri til verður heldur ekki til að einfalda verkið, og því þarf gott skipulag og markvissa framkvæmdastjórn af hálfu verktakanna.

Umhverfismál

Verkkaupinn er ábyrgur fyrir vali á línuleið, mati á umhverfisáhrifum, umsókn um framkvæmdaleyfi og gerð umhverfis- og flutningsskipulags. Þar er lýst aðstöðu fyrir vinnubúðir og birgðastöðvar sem og aðstöðu fyrir samsetningu mastra, tromlur og strengingarvélar. Einnig vinnuvegum og aðkomumöguleikum sem og þyrluflugi með mannskap og efni. Lágmarka skal varanleg áhrif á umhverfið og taka tillit til hreindýrabúskapar við byggingu línunnar.

Við hönnun á stöðluðum möstrum og undirstöðum er notkun á stáli og steinsteypu lágmörkuð með sérstökum forritum sem EFLA hefur þróað.

Hlutverk EFLU

  • Útfæra línuleið og rannsaka jarðtæknilegar aðstæður
  • Undirbúa framkvæmdir, annast byggingarstjórn og tæknilegt eftirlit
  • Burðarþolshanna öll möstur og undirstöður og aðstoða við val mastrastæða
  • Burðarþolshanna breytingar á háspennulínum sem línulögnin hefur áhrif á
  • Veita ráðgjöf og aðstoð við efnisútvegun og byggingu

P1000009

Háspennumastur Noregi - Balsfjörd

Háspennumastur Noregi - Balsfjörd

Háspennumastur Noregi - Balsfjörd






Var efnið hjálplegt? Nei