Virkjun í íslensku landslagi í sólarlagi.

Jarðvarmavirkjun Hverahlíð

Sveitarfélagið ÖlfusOrka

Norðurál og Orkuveita Reykjavíkur óskuðu eftir að EFLA tæki að sér forathugun og forhönnun á 90 MWe jarðvarmavirkjun við Hverahlíð á Hengilsvæðinu.

Viðskiptavinur
  • Norðurál
  • Orkuveita Reykjavíkur
Verktími
  • 2012 - 2013
Þjónustuþættir
  • Framkvæmdaáætlanir
  • Fráveitu- og ofanvatnskerfi
  • Vatnsveitur

Um hvað snýst verkefnið

Aðalmarkmið verkefnisins var að frumhanna, kostnaðargreina og meta framkvæmdarhraða ásamt greiningu á rekstrarkostnaði virkjunar og tímasetja skipulagsmál, boranir, hönnun, útboð, afhendingu á búnaði og uppbyggingu á virkjanasvæðinu.

Markmið EFLU var að forhanna jarðvarmavirkjun, gera verkefnisáætlun og meta stofn- og rekstrarkostnað fyrir 90 MWe jarðvarmavirkjun í Hverahlíð eða leiða gufu frá jarðhitasvæðinu og tengja við Hellisheiðarvirkjun. Byrjað var að meta fyrirliggjandi áætlanir sem höfðu verið unnar fyrir Norðurál og Orkuveitu Reykjavíkur.

Tillögur EFLU um uppbyggingu í Hverahlíð byggja á þekktum alþjóðlegum lausnum fyrir jarðvarmavirkjanir sem gætu hentað fyrir aðstæður í Hverahlíð. EFLA bjó til orkulíkan fyrir alla tólf valkosti sem stýrihópur óskaði eftir að bera saman hvað varðar afköst, stofn- og rekstrarkostnað. Lagt var áhersla á að skoða nánar sex af þessum valkostum.

Fjöldi sérfræðinga frá OR, Ara Engineering ,Isor, HRV, KPMG og Reykjavík Geothermal gáfu umsögn um verkefnið sem EFLA stýrði í samráði við Orkuveitu Reykjavíkur og Norðurál.

Skilagögnin voru frumhönnun á jarðvarmavirkjun í Hverahlíð ásamt áætlun um stofn- og rekstrarkostnaði.

Umhverfismál

Orkuveita Reykjavíkur gerði kröfu um að frumhönnun gerði ráð fyrir förgun á brennisteinsvetni (H2S) sem væri í samræmi við markmið OR um losun á óæskilegum gösum. EFLA skoðaði mögulegar efnalausnir sem eru viðurkenndar á almennum markaði ásamt einfaldri niðurdælingu á H2S gösum með skiljuvatni. Í kostnaðargreiningu EFLU er miðað við að notast við skiljuvatnsaðferðina til að losa orkuverið í Hverahlíð við gös í jarðveginn.

Hlutverk EFLU

  • Frumhönnun á jarðvarmavirkjun
  • Mat á fjárfestingar og rekstrarkostnaði
  • Gerð framkvæmdaráætlunar og verkskipulags
  • Tillaga að borun á vinnsluholum og niðurdælingu
  • Forhönnun á safnæðum og skiljukerfi