Orka

Rafmagnsmöstur í Noregi, 420 kV

Vestre korridor, Feda, Rogaland, háspennulína, Rafmagnsmastur, statnett

Statnett vinnur að því að styrkja og útvíkka flutningskerfið í Suður- og Vestur-Noregi (Vestre korridor), á svæðinu frá Feda í Suður-Noregi (á Vestur-Ögðum) til Sauda á Rogalandi (austan við Haugasund).


EFLA vinnur að burðarþols- og raftæknilegri hönnun línanna.

Upplýsingar um verkefnið

Verkkaupi
Statnett

Verktími
2012 - núv.

Staðsetning
Suður Noregur

Tengiliðir

Um hvað snýst verkefnið

Statnett byggir nú nokkrar línur í Suður- og Vestur-Noregi (Vestre korridor), á svæði sem nær frá Feda í Suður-Noregi (á Vestur-Ögðum) til Sauda á Rogalandi (austan við Haugasund). Markmiðið er að bæta afhendingaröryggi á svæðinu og styrkja kerfið vegna sæstrengsins frá Vollesfjord til Þýskalands.

Framlag EFLU er að burðarþolshanna möstur og undirstöður og raftæknihanna línur, einangra og tengibúnað í eftirtaldar línur:

 • 420 kV Ertsmyra–Kvinesdal
 • 420 kV Duge–Lyse–Tjørhom–Ertsmyra–Fjotland
 • 420 kV Sauda–Lyse
 • 300/420 kV Førre–Lyse / Saurdal–Lyse
 • Ýmsar breytingar á línum og tengingar við aðveitustöðvar

Umhverfismál

Verkkaupinn er ábyrgur fyrir vali á línuleið, mati á umhverfisáhrifum, umsókn um framkvæmdaleyfi og gerð umhverfis- og flutningsskipulags. Þar er lýst aðstöðu fyrir vinnubúðir og birgðastöðvar sem og aðstöðu fyrir samsetningu mastra, tromlur og strengingarvélar. Einnig vinnuvegum og aðkomumöguleikum sem og þyrluflugi með mannskap og efni.

Verkefnið skal hafa eins lítil áhrif á umhverfið og mögulegt er. Við hönnun á stöðluðum möstrum og undirstöðum er notkun á stáli og steinsteypu lágmörkuð með sérstökum forritum sem EFLA hefur þróað.

Hlutverk EFLU

 • Skipuleggja vinnu í mörkinni
 • Burðarþolshanna möstur og undirstöður og þróa nýja styrktarflokka
 • Burðarþolshanna breytingar á háspennulínum sem verkefnið hefur áhrif á og ýmsar tilfærslur á línum
 • Meta mögulega notkun á háhitaleiðurum
 • Raftæknihanna línur, einangra og tengibúnað
 • Veita ráðgjöf og aðstoð við val á efni, t.d. taka þátt í eftirliti með framleiðslu og samsetningarprófunum
 • Byggingarstjórnun og tæknilegt eftirlit með framkvæmdum

"Að jafnaði erum við mjög ánægð með framlag EFLU sem skilar góðri og vandaðri vinnu. Að okkar mati er starfsfólk EFLU lausnamiðað, kraftmikið og áreiðanlegt. Auk þess býr EFLA yfir öflugum mannskap sem leitast við að innleiða nýjungar fyrir Statnett. Það finnst okkur jákvætt."


Fulltrúi frá Statnett

Tengt efni

Statnett - vefsíða

Vestre Korridor 420 kv

Vestre Korridor 420 kv

Vestre KorridorVar efnið hjálplegt? Nei