Gangur innan í flugstöð.

Pir Syd flugstöðin í Gardermoen

OslóOrka

Pir Syd er bráðabirgðaflugstöð við Gardermoenflugvöll í Noregi og var hún tekin var í notkun í september 2012. EFLA var fengin til að hanna raflagnir byggingarinnar.

Viðskiptavinur
  • Oslo Lufthavn
Verktími
  • 2011 - 2012
Þjónustuþættir
  • Raflagnahönnun

Um hvað snýst verkefnið

Ákveðið var að byggja viðbyggingu við flugstöð 2 (T2) á Gardermoen flugvellinum. Byggingunni var ætlað að vera bráðabirgðaflugstöð svo að rekstur flugvallarins raskaðist ekki á meðan framkvæmdir við T2 stæðu yfir.

Bráðabirgðaflugstöðin á að þjóna innanlandsflugi og eru á henni átta ný hlið. Byggingin er ílöng og tengist núverandi flughöfn með lokaðri göngubrú. Heildarstærð byggingarinnar er 6.800 m2 og er gert ráð fyrir að hún sé í notkun í 5 ár.

Vegna þess að byggingin er staðsett innan flugvallar sem er í notkun voru miklar kröfur gerðar til áætlana m.t.t. hönnunar, framkvæmda og öryggisráðstafana.

Viltu vita meira?