Teikning af íbúðarhverfi.

Raðhús í Unnargrund í Garðabæ

GarðabærByggingar

EFLA sá um verkfræðihönnun á raðhúsahverfi í Garðabæ sem inniheldur 25 raðhús og er hvert um sig 150 m2.

Viðskiptavinur
  • Byggingarsamvinnufélag eldri borgara í Garðabæ
Verktími
  • 2016 - 2017
Þjónustuþættir
  • Burðarvirki
  • Lagnahönnun
  • Loftræsihönnun
  • Rafkerfi

Um hvað snýst verkefnið

Við Unnargrund i Garðabæ standa 25 raðhús sem Byggingarsamvinnufélag eldri borgara í Garðabæ er að byggja. EFLA hefur séð um alla verkfræðihönnun tengda verkinu í samvinnu við Garðar Guðnason arkitekt hjá OG Arkitektastofunni. Hvert raðhús er 150 m2 þannig að heildarstærð verkefnisins er 3.750 m2.

Húsin eru á einni hæð og samanstendur burðarkerfi þeirra af steyptum veggjum og botnplötu ásamt léttu timburþaki. Gólfhitakerfi hitar upp húsin, nema í bílskúr þar sem hitað er með ofnum. Vélrænt útsog er frá baðherbergi, þvottahúsi og eldhúsi þar sem ekki er opnanlegt fag. Neysluvatnslagnir og hitalagnir eru utanliggjandi í bílskúr en innsteyptar í botnplötu í íbúðarhúsi, lagðar með rör í rör kerfi. Raflagnir eru innfelldar og tafla er staðsett í bílskúr. Samskiptatenglar fyrir tölvu og sjónvarp eru í herbergjum stofu og sjónvarpsherbergi. Húsin eru öll útbúin tenglum fyrir hleðslu rafbíla.

Öll hönnunarvinna var unnin í þrívídd og voru þrívíddarlíkönin notuð til að framkvæma árekstrargreiningar.

Hönnun lauk sumarið 2016.

Hlutverk EFLU

  • Hönnun burðarvirkja
  • Hönnun lagna og loftræsingar
  • Hönnun rafkerfa
Teikning af einbýlishúsi í íbúðarhverfi.

Líkanmynd að húsunum að Unnargrund.

Viltu vita meira?