Borgar að kvöldlagi séð úr lofti.

Raforkuspá

ReykjavíkOrka

Raforkuhópur orkuspárnefndar vann að gerð raforkuspáa sem gefnar eru út á um fimm ára fresti auk þess sem spárnar eru endurreiknaðar árlega út frá nýjum gögnum um orkunotkun og þróun.

Viðskiptavinur
  • Orkuspárnefnd, raforkuhópur
Verktími
  • Viðvarandi
Þjónustuþættir
  • Líkangerð og útreikningar

Um hvað snýst verkefnið

Áætluð er raforkunotkun hér á landi til almennrar nota og núverandi orkufreks iðnaðar fram til ársins 2060 og er notkunin greind niður á forgangs- og skerðanlegan flutning. Notkunin er áætluð sérstaklega fyrir hvern landshluta fyrir sig auk landsins alls. Til grundvallar orkuspánni eru lagðar forsendur um þróun mannfjölda, fjölda heimila, lands­framleiðslu og framleiðslu einstakra atvinnugreina.

Raforkunotkunin fylgir breytingum í framleiðslumagni atvinnuveganna en einnig er búist við að notkunin breytist vegna tækniframfara. Notkuninni er skipt niður á sex flokka auk dreifi- og flutningstapa. Álag á raforkukerfið eftir landshlutum og aðveitustöðvum í flutningskerfinu er einnig áætlað og er þá miðað við mismunandi nýtingartíma á milli svæða. Áætlun um álagið byggir á ítarlegri gagnasöfnun um raunverulegt álag á kerfið undanfarin ár.

Hlutverk EFLU

  • Ráðgjafi
  • Líkangerð og útreikningar
  • Útreikningar á spá

Viltu vita meira?