Jarðgöng og vegur | Norður Noregur
Statens vegvesen Region nord, Fylkisvegur, Umhverfismál, Vinnuöryggi
Hönnun á tvennum jarðgöngum og 5,6 km löngum vegi með bráðabirgðatengingum. Einnig fól verkefnið í sér þverun stöðuvatns og hönnun á varnargarði gegn grjóthruni í brattri fjallshlíð, fráveitulagnir, umferðaröryggismál og skilti, umsjón með gerð útboðsgagna og samræmingarhönnun. EFLA framkvæmdi einnig áhættumat vegna umhverfismála og vinnuöryggis.
Upplýsingar um verkefnið
Verkkaupi
Statens vegvesen Region nord
Verktími
2014- 2016
Staðsetning
Fylkisvegur 17, Nordland fylki í norður Noregi
Tengiliður
Jón Haukur Steingrímsson Jarðverkfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6135 / +354 665 6135 Netfang: jon.haukur.steingrimsson@efla.is Reykjavík
Um hvað snýst verkefnið
Fylkisvegur 17 er hluti af svokölluðum ferðamannavegum og hluti af strandvegaverkefni norsku vegagerðarinnar. Undir fjallinu Liafjell hefur verið viðvarandi skriðufallahætta um langt skeið, þannig að vegurinn hefur lokast reglulega og almennt er öryggi vegfarenda ekki nægjanlegt.
EFLA sá um útboðshönnun á um 5,6 km löngum kafla á þessum vegi við Aldersund. Vegurinn fer í um 2 km löngum jarðgöngum undir Liafjell en það dugir þó ekki til að sleppa algjörlega við grjóthrunshættu þar sem aðstæður við jarðgangamunnan eru þannig að ekki er hægt að komast inn í fjallið á öruggum stað. Því var hannaður rúmlega 100 m langur varnargarður úr jarðvegsgrindum sem er mest um 8 m hár.
Vegna takmarkanna við val á veglínu, vegna hagsmuna landeigenda, grjóthruns úr annarri hlíð og vegna krafna frá samískum hreindýrabændum fer vegurinn um önnur jarðgöng sem eru aðeins um 400 m löng. Þaðan fer vegurinn beint á brú yfir stöðuvatnið Olvikvatn sem er um 26 m djúpt.
Verkþættir
Hlutverk EFLU
- Hönnunarstjórn
- Gerð útboðsgagna og samræming
- Veghönnun
- Fráveitulagnir
- Umferðaröryggismál og skilti
- Bergtækni
- Jarðtækni
- Hönnun varnargarða