Samgöngur
Umferðarhávaði | Rogaland í Noregi
Statens Vegvesen, umferðarhávaði, Noregur, Noregi
EFLA var fengin til að taka út og skoða umferðarhávaða í Rogaland fylki í Noregi og koma með mótvægisaðgerðir þar sem þörf var á.
.
Upplýsingar um verkefnið
Verkkaupi
Statens Vegvesen
Verktími
2013
Staðsetning
Rogaland, Noregi
Tengiliður
Margrét Aðalsteinsdóttir Umhverfis- og byggingarverkfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6162 / +354 665 6162 Netfang: margret.adalsteinsdottir@efla.is Reykjavík
Um hvað snýst verkefnið
EFLA skoðaði umferðarhávaða í Rogaland fylki í Noregi fyrir Statens Vegvesen sem er vegagerðin þar í landi.
Hlutverk EFLU
Verkefnið var tvískipt:Fyrst var framkvæmd kortlagning á hávaða vegna umferðar, ásamt grófu mati á lofthljóðeinangrun útveggja og glerja. Í kjölfar þess voru byggingar flokkaðar eftir því hvort líklegt væri að hljóðstig innandyra vegna umferðar færi yfir ákveðin mörk eða ekki.
Í öðru lagi voru framkvæmdar skoðanir á byggingunum og útreikningar á væntu hljóðstigi innandyra frá umferð, ásamt hönnun á mótvægisaðgerðum þar sem þörf var á.
Umhverfismál
Verkefnið varðar hávaða frá umferð og aðgerðir vegna hans.
Verkefnið var unnið skv. norskri reglugerð: Forurensnings-forskriften FOR-2004-06-01 nr. 931.