Samgöngur

Hönnun brúar | Úlfarsá á Fellsvegi

Fellsvegur, Reykjavíkurborg, Plötubrú, úlfarsárdalur

EFLA hefur hannað brú yfir Úlfarsá á Fellsvegi fyrir Reykjavíkurborg. Brúin er eftirspennt plötubrú í þremur burðarhöfum, alls 46 m löng.

Upplýsingar um verkefnið

Verkkaupi
Reykjavíkurborg

Verktími
2015

Staðsetning
Úlfarsárdalur

Tengiliður

Um hvað snýst verkefnið

Fellsvegur er nýr vegur sem tengir Grafarholtið við eystri hluta Úlfarsárdals. Nýi vegurinn mun hlífa íbúum við umferð vinnuvéla í tengslum við frekari uppbyggingu á svæðinu. Þannig eru framkvæmdir hafnar við nýjan skóla, Dalskóla, þar sem EFLA var hluti af vinningsteymi í hönnunarsamkeppni. Einnig stendur til að byggja menningarmiðstöð, almenningsbókasafn og sundlaug í Úlfarsárdal.

EFLA, í samvinnu við Studio Granda arkitekta, hannaði brú yfir Úlfarsá á Fellsvegi fyrir Reykjavíkurborg. Brúin er eftirspennt steinsteypubrú í þremur burðarhöfum, alls 46 m löng. Uppspenna gerir hönnuðum kleift að minnka þversnið og búa til léttari yfirbyggingu. Brúin er hönnuð án þensluraufa sem einfaldar byggingu og viðhald og er í takti við þróun brúarhönnunar í Evrópu.

Brúin yfir Úlfarsá á Fellsvegi

Brúin yfir Úlfarsá á Fellsvegi - brúin er 46 m löng

Ulfarsabru FellsvegiBrúin tengir Grafarholt við Úlfarsárdalinn.

Umhverfismál

Uppspennt steinsteypa gerir hönnuðum kleift að minnka þversnið brúarinnar og þannig draga úr efnisnotkun og sýnileika og um leið minnka umhverfisfótspor mannvirkisins. Sérstakt tillit var tekið til fiskgengdar í Úlfarsá við hönnun á undirstöðum brúarinnar.

Verkþættir

Hlutverk EFLU

  • Forhönnun brúar
  • Jarðkönnun
  • Verkhönnun brúar
  • Verklýsing
  • Þjónusta á verktíma

Ávinningur verkefnis

Brúin bætir samgöngukerfi í Úlfarsárdal og eflir tengingu Grafarholts við Úlfarsárdalinn þar sem mikil uppbygging á sér stað. 



Var efnið hjálplegt? Nei