Deiliskipulag | Þórsmörk
Skipulagsmál
Rangárþing eystra vann deiliskipulag fyrir Húsadal, Langadal/Slyppugil og Bása í Þórsmörk. Í deiliskipulaginu var mörkuð stefna í skipulags- og byggingarmálum. EFLA (áður Steinsholt ehf) var ráðgjafi í verkefninu og sá um gerð tillögu, úrvinnslu og framsetningu skipulagsgagna.
Upplýsingar um verkefnið
Verkkaupi
Rangárþing eystra
Verktími
2013-2017
Staðsetning
Þórsmörk
Tengiliðir
Gísli GíslasonLandslagsarkitekt M.Sc. - SvæðisstjóriSími: +354 412 6441 / +354 665 6441Netfang: gisli.gislason@efla.is
Ásgeir JónssonLandfræðingur B.Sc.Sími: +354 412 6443 / +354 665 6443Netfang: asgeir.jonsson@efla.is
Um hvað snýst verkefnið
Þórsmerkursvæðið hefur um áratugaskeið verið ein vinsælasta náttúruperla landsins og hefur gestum þar fjölgað ár frá ári. Einnig hafa nýjir aðilar í ferðaþjónustu sýnt áhuga á að geta byggt upp aðstöðu í Þórsmörk.
Markmið Rangárþings ytra með gerð deiliskipulags var að stuðla að góðri umgengni og fyrirbyggja átroðning, en um leið að bæta enn frekar þjónustu við ferðamenn, samhliða því að skapa ný atvinnutækifæri. Til að ná þessu markmiði voru afmarkaðar lóðir fyrir núverandi mannvirki og rekstur. Einnig er gert ráð fyrir nýjum lóðum sem geta nýst þjónustu- eða eftirlitsaðilum sem vilja byggja upp aðstöðu í Þórsmörk.
Helstu göngu-, reið- og reiðhjólaleiðum gerð skil, en fjölmargar áhugaverðar leiðir eru í Þórsmörk.
Umhverfismál
Leitast var við að draga úr sýnileika mannvirkja og ná lóðir að hluta til inn í birkikjarr sem skapar möguleika á að byggingar séu felldar inn í kjarrið og þannig dregið úr sjónrænum áhrifum þeirra. Settir eru skilmálar um byggingarefni, útlit og litaval mannvirkja. Til að stuðla að góðri umgengni eru sett ákvæði um frágang lóða og umgengni almennt.
Verkþættir
Hlutverk EFLU
- Ráðgjafi verkkaupa við gerð deiliskipulags
- Umsjón með tillögugerð ásamt vinnuhópi Rangárþings eystra
- Úrvinnnsla og framsetning deiliskipulagstillögu
- Mat á líklegum áhrifum þeirra framkvæmda sem talið var að gætu haft umtalsverð áhrif á umhverfið. Unnið með vinnuhópi Rangárþings eystra
Ávinningur verkefnis
Mörkuð hefur verið stefna um skipulags- og byggingarmál og nýtist hún fyrir sveitarfélagið í tengslum við frekari uppbyggingu á þjónustu í Þórsmörk.
Skjöl úr Deiliskipulagi fyrir Þórsmörk
Stefnumörkun í skipulags- og byggingarmálum
Deiliskipulag þjónustusvæðis - Langidalur