Skipulagsmál

Þjórsárdalur | Rammaskipulag fyrir útivist og ferðaþjónustu

Rammaskipulagið er stefnumörkun sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps um áherslur á sviði ferðaþjónustu, útivistar og samgangna í Þjórsárdal. EFLA (áður Steinsholt ehf) var ráðgjafi sveitarfélagsins við stefnumörkunina og sá um gerð tillögu, úrvinnslu og framsetningu.


Upplýsingar um verkefnið

Verkkaupi
Þjórsárdalur

Verktími
2012-2013

Staðsetning
Þjórsárdalur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Tengiliðir

Um hvað snýst verkefnið

Rammaskipulagið var staðfest af sveitarstjórn og verður lagt til grundvallar við næstu endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins.

Helstu þættir sem rammaskipulagið tekur til eru þessir


 • Ferðaþjónustustaðir
  Skilgreint er hvar þörf sé á að byggja upp þjónustu fyrir ferðamenn, umfang og aðstaða. Unnin er forsögn eða lýsing fyrir hvern stað fyrir sig sem setur ramma fyrir gerð deiliskipulags
 • Gönguleiðir, reiðleiðir og reiðhjólaleiðir
  Eru kortlagðar og geta þannig nýst til frekari uppbyggingar ferðaþjónustu á svæðinu. Þessar leiðir koma til með að tengjast náttúru, sögu og menningu Þjórsárdals. Á síðari stigum verður hægt að merkja leiðirnar auk þess að merkja sérstaklega fornminjar og sögustaði
 • Sögu- og fornminjar
  Rústir gamalla býla í Þjórsárdal eru kortlagðar og gerðar tillögur um hvort og/eða hvernig áhugavert sé að nýta þau í þágu ferðamennsku. Reiðstíga- og gönguleiðakerfi eru eftir atvikum tengd þessum gömlu minjum

Umhverfismál

Metnir voru mismunandi kostir er varða ferðaþjónustu og útivistarmöguleika. Einn af kostunum við uppbyggingu í Þjórsárdal er að gera frekar fáfarið svæði aðgengilegra, m.a. til útivistar. Við það er líklegt að álag á öðrum ferðamannasvæðum minnki.

Hlutverk EFLU

 • Ráðgjafi verkkaupa
 • Umsjón með tillögugerð ásamt vinnuhópi sveitarfélagsins
 • Úrvinnsla og framsetning korta og greinargerðar

Ávinningur verkefnis

Verkefnið er grunnur að útivistarskipulagi fyrir Þjórsárdal. Nýtist til að vinna frekari stefnumörkun og til að forgangsraða í uppbyggingu þjónustustaða og útivistarleiða.

Skjöl úr Rammaskipulagi Þjórsárdals

Greinargerð - Rammaskipulag

Yfirlitsuppdráttur

Rammaskipulag - Sandártunga

Gjáin í Þjórsárdal.

Háifoss í Þjórsárdal.

Sandá í Þjórsárdal og til vinstri sést glitta í fjallið Dímon.Var efnið hjálplegt? Nei