Raflínumastur horft til himins.

Spennuhækkun í S-Noregi

NoregurOrka

EFLA hefur aðstoðað Statnett að auka flutningsgetu margra háspennulína frá árinu 2019. Fyrst við undirbúning, þróun vinnulags, aðferða og forritunar og síðan við hönnun, framkvæmdir og frágang á verkstað.

Viðskiptavinur
  • Statnett
Verktími
  • 2009 - 2017
Þjónustuþættir
  • Hönnun dreifikerfa raforku

Um hvað snýst verkefnið

Í meginflutningskerfi Statnett eru meira en 4.500 km af 300 kV háspennulínum. Til lengri tíma litið þarf að spennuhækka þær upp í 420 kV til að auka flutningsgetuna. Af þessum 4.500 km er um þriðjungurinn, eða um 1.500 km, með tvíleiðurum sem hægt er að nota óbreytta við spennuhækkun. EFLA hefur frá 2009 aðstoðað Statnett við áætlanagerð, þróun á hönnunaraðferðum og forritum, reiknað möstur, valið aðferðir og lausnir, og gert hönnunar- og útboðsgögn fyrir um 920 km af línum. Vinnan nær yfir 15 háspennulínur / línukafla og tengingar inn í ný tengivirki:

  • Nedre Røssåga–Namsskogan–Tunnsjødal / Namsos–Tunnsjødal / Namsos–Ogndal–Verdal–Klæbu
  • Tonstad–Feda–Kristiansand–Arendal–Bamble / Solhom–Honna–Arendal
  • Aura–Vågåmo / Vang–Minne / Lyse–Førre–Saurdal–Liastøl

Umhverfismál

Verkkaupi og framkvæmdaraðili bera ábyrgð á áætlanagerð og að útvega öll leyfi til framkvæmda. Spennuhækkunarverkefnið hefur lítil áhrif á umhverfið og er mjög umhverfisvænt því að aukning í flutningsgetu felst í því að nýta betur núverandi línumannvirki með lágmarks breytingum.

Hlutverk EFLU

  • Þróun hönnunaraðferða og vinnulags (Design guidelines)
  • Þróun forrita til að reikna og meta sértilvik
  • Gerð hönnunarlíkans af viðkomandi háspennulínum og staðfesta þau gögn sem byggt er á
  • Útreikningar mastra og yfirferð raffræðilegrar lágmarksfjarlægða
  • Uppmæling ráðandi punkta í mörkinni til að tryggja næga hæð yfir jörð
  • Þróun lausna og aðferða við að hækka einangrunarstig
  • Útreikningar rafsegulsviðs og hljóðvistar
  • Umsjón raftæknilegar hönnunar á einangrakeðjum og festibúnaði fyrir hærra einangrunarstig
  • Burðarþolshönnun breytinga á möstrum og undirstöðum í tengslum við hærra einangrunarstig
  • Gerð útboðsgagna og aðstoð við efnisval
  • Aðstoð á framkvæmdatíma og samantekt lokaskýrslu

Viltu vita meira?