
Útsýnispallur í Stapavík
EFLA sá um hönnun útsýnispalls og öryggisgirðingar við Stapavík á Fljótsdalshéraði.
Um hvað snýst verkefnið
Verkefnið var unnið í samvinnu við sveitarfélagið sem hlaut styrk til framkvæmdarinnar úr uppbyggingarsjóði ferðamannastaða.
Stapavík er vinsæll áfangastaður ferðamanna og fallegur útsýnisstaður yfir Héraðsflóa. Stapavík er gömul uppskipunarhöf Héraðsmanna en í upphafi 20. aldar gegndi hún mikilvægu hlutverki sem verslunarstaður fyrir Fljótsdalshérað. Þangað var vörum skipað upp alveg fram á sjötta áratug síðustu aldar. Í kjölfar þess að vegur var lagður yfir Vatnsskarð til Borgarfjarðar eystra lagðist starfsemi í Stapavík af.
Við Stapavík eru rústir af gömlu tækjunum sem notuð voru við uppskipun og var lögð áhersla á að leyfa þeim að njóta sín. Verkefnið fólst í því að hanna útsýnispall fram á brún klettsins ásamt því að koma upp grindverki til að minnka fallhættu við klettabrúnina og auka öryggi ferðamanna.

Hlutverk EFLU
- Hönnun útsýnispalls
- Burðarþolshönnun
- Framkvæmdaráðgjöf
Verkefnið var unnið í samvinnu við sveitarfélagið Fljótsdalshérað með styrk frá uppbyggingarsjóði Ferðamannastaða árið 2018.
Ávinningur verkefnis
Svæðið er öruggara fyrir ferðamenn sem koma í Stapavík til að njóta tilkomumikils útsýnis. Stapavík er vinsælt göngusvæði og að víkinni liggur vörðuð leið frá þjóðveginum sem tekur um klukkutíma að ganga hvora leið.