Ísafjörður horft frá hafi.

Stefnumörkun sveitarfélaga á Vestfjörðum

VestfirðirSjálfbærni og umhverfiSkipulagsmál

EFLA og teiknistofan Eik á Ísafirði unnu að verkefninu í samstarfi við Fjórðungssamband Vestfirðinga. Talsverðar breytingar hafa orðið í atvinnulífi á Vestfjörðum undanfarin ár með fjölgun ferðamanna og auknu fiskeldi.

Viðskiptavinur
  • Fjórðungssamband Vestfirðinga
Verktími
  • 2016
Þjónustuþættir
  • Gagnavinnsla og veflausnir
  • Skipulagsmál

Um hvað snýst verkefnið

Fyrirhugaðar eru miklar breytingar vegna tilkomu jarðganga og heilsársvegar sem mun tengja saman norðan- og sunnanverða Vestfirði.

Í verkefninu var skoðað hvort grundvöllur væri fyrir sameiginlegri stefnumörkun sveitarfélaga á Vestfjörðum í ljósi þeirra breytinga sem hafa orðið og munu verða í framtíðinni með áherslu á uppbyggingu innviða á næstu árum.

Verkefnið fólst í að taka saman stöðu einstakra málaflokka í sveitarfélögunum og móta ramma fyrir næstu skref þeirra varðandi sameiginlega stefnumótun. Stefnumörkunin,sem mögulega verður unnin í kjölfarið, verður vegvísir sveitarfélaga, íbúa og atvinnulífs svo nýta megi þau tækifæri sem skapast og yfirvinna þær hindranir sem kunna að vera til staðar. í verkefninu var lögð áhersla á eftirfarandi:

  • Greining á stöðu og stefnu – samantekt á núverandi stefnu sveitarfélaga, ríkis og atvinnugreina í þeim málaflokkum sem voru til umfjöllunar.
  • Niðurstaða og greining – farið var yfir greiningu á leiðarljósum sveitarfélaga og stöðu svæðisins, möguleikum til sóknar og samtali við atvinnulífið. Dregnar voru fram niðurstöður um þau áhersluatriði sem fjalla ætti um í framhaldsverkefni og metið hvort æskilegt væri að fara í gerð svæðisskipulags eða svæðisáætlunar.
  • Næstu skref – farið var yfir mögulega aðferðafræði við frekari stefnumótun og hvernig hægt væri að tryggja að unnin verði stefnumótun sem unnið verði markvisst eftir.

Umhverfismál

Sveitarfélög á Vestfjörðum hafa fengið vistvæna vottun sem kallast Earth Check. Markmið sveitarfélaganna er að gegnum gangandi sé sjálfbærni ávallt sett sem meginmarkmið í starfsemi þeirra. Niðurstaða verkefnisins studdi enn frekar við þetta markmið því í gegnum allt samráð og greiningu á stefnum sveitarfélaganna í ólíkum málaflokkum var mikil áhersla á sjálfbærni og umhverfismál almennt.

Hlutverk EFLU

  • Ráðgjafi verkkaupa við vinnslu og útfærslu á verkefni
  • Ráðgjöf um stefnumótun til framtíðar
  • Utanumhald um samráð

Ávinningur verkefnis

Afurð verkefnisins var rammi fyrir næstu skref sveitarfélag á Vestfjörðum. Sá rammi hefur verið nýttur til að aðstoða sveitarfélögin við að taka ákvörðun um hvort þau sjái sameiginlega hagsmuni í að setja sameiginlega stefnu um ákveðna málaflokka.

Viltu vita meira?