Virkjun að næturlagi.

Þeistareykjavirkjun

ÞeistareykirOrka

EFLA sá um eftirlitsþjónustu með byggingum og veitum nýrrar 90 MWe jarðvarmavirkjunar Landsvirkjunar ásamt því að sjá um forritun, prófanir og gangsetningu á stjórnkerfum og fjarskiptakerfi.

Viðskiptavinur
 • ABB
 • Balcke-Dürr
 • Fuji Electric
 • Landsvirkjun
Verktími
 • 2016 - 2018
Þjónustuþættir
 • Fjarskipti
 • Iðnstýringar
 • Skjákerfi
 • Verkefnastjórnun

Um hvað snýst verkefnið

EFLA kom að verkefninu með fjölbreyttum hætti og sá um eftirlit með framkvæmdum við byggingu stöðvarhúss, kæliturnaþróa, gufulokahúss, niðurrennslishúss og smærri skýla. Einnig sá EFLA um eftirlit með lagningu gufuveitu, niðurrennslisveitu og vatnsveitu.

Þá sá EFLA um forritun á stjórnkerfi virkjunarinnar og hönnun á fjarskiptakerfum í stöðvarhúsi. Stjórnkerfið sem sett var upp er af System 800xA gerð og er kerfið algengt í raforkuframleiðslu og iðnaði. EFLA vann einnig með þýska fyrirtækinu Balcke-Dürr að forritun, prófunum og gangsetningu og fyrir kalda enda (Cold End) virkjunarinnar. Að auki var Fuji Electric í Japan í samstarfi við EFLU um forritun, prófanir og gangsetningu á hverfli og rafal.

Fjarskiptakerfi

Verkefni við fjarskiptakerfi fólst í rýni á hjávirku lekastrengskerfi í stöðvarhúsi Þeistareykjavikjunar, ásam hönnun, skilgreiningum og útreikningum á virka hluta þess. Kerfinu er ætlað að veita þjónustu á TETRA, GSM, 3G og WiFi í stöðvarhúsi virkjunarinnar, með möguleika á tengingum 4G farsímakerfa síðar meir.

TETRA, GSM og 3G merkjum er tappað af viðkomandi sendum á Ketilfjalli og þau send með ljósleiðara niður í stöðvarhús, þar sem þau eru mögnuð upp og send inn á lekastrengskerfi sem dreifir þeim um húsið.

Virkjun á hálendinu.

Umhverfismál

Við undirbúning framkvæmda við Þeistareykjavirkjun var markvisst stefnt að því að raska umhverfi virkjunarinnar sem minnst. Þannig var svarðlag tekið þegar rjúfa þurfti yfirborð og það strax notað í yfirborðsfrágang á öðru svæði s.s. vegfláum.

Hlutverk EFLU

 • Forritun stjórnkerfis
 • Eftirlit með framkvæmdum við byggingu stöðvarhúss, kæliturnaþróa, gufulokahúss, niðurrennslishúss og smærri skýla
 • Prófanir og gangsetning á stjórnkerfi
 • Hönnun virks fjarskiptabúnaðar í stöðvarhúsi og á Ketilfjalli
 • Úttekt og lokaprófanir
 • Rýni hjávirks fjarskiptakerfis í stöðvarhúsi
 • Ráðgjafi verkkaupa vegna þráðlausra fjarskipta fyrir TETRA / GSM / 3G og WiFi dreifingar
 • Eftirlit með lagningu gufuveitu, niðurrennslisveitu og vatnsveitu

Fyrsti áfangi Þeistareykavirkjunar er 45 MW og var vél 1 áætluð í rekstur í október 2017. Áfangi 2, sem einnig er 45 MW, var á áætlun í apríl 2018. Uppsett afl Þeistareykjavirkjunar mun þá vera 90 MW.

EFLA vann samhliða að báðum áföngum.

Viltu vita meira?