Inni í þjóðveldisbænum.

Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal

ÞjórsárdalurByggingar

EFLA kom að endurbætingu lýsingu í þjóðveldisbænum í Þjórsárdal. Þjóðveldisbærinn er af mörgum talinn eitt best geymda leyndarmál Íslands en bærinn er tilgátuhús byggt á einu af stórbýlum þjóðveldisaldar.

Viðskiptavinur
  • Landsvirkjun
  • Þjóðminjasafn
Verktími
  • 2016 - 2017
Þjónustuþættir
  • Lýsingarhönnun
  • Raflagnahönnun
  • Verkefnastjórnun

Um hvað snýst verkefnið

Borið hafði á að gestir þjóðveldisbæjarins hrösuðu um hluti og muni og misstigu sig við eldstæðin sem eru í stofu og eldhúsi enda var lýsingarhönnun ófullnægjandi og komin til ára sinna. Lýsingin þurfti því að þjóna tvennskonar tilgangi annars vegar sem öryggislýsing og hins vegar sem vönduð sýningarlýsing. Því var mikilvægt að hanna lýsingu sem kæmi innanstokksmunum vel til skila og gæfi bænum þann blæ sem þykja þurfti en þó á látlausan hátt.

Lausn EFLU miðaðist við að endurbæta lýsinguna hvað varðar sýninguna sem Þjóðminjasafnið hefur umsjón með og að auka öryggi gesta með bættri lýsingu á gönguleiðum innandyra. Reynt var að gera lýsinguna þannig að upplifun gesta yrði sem skemmtilegust, svipuð því að koma á leiksýningu þar sem gengið er um leikmyndina og hlutir handleiknir.

Um þjóðveldisbæinn

Fyrirmynd Þjóðveldisbæjarins eru rústir af fyrrum höfuðbýlinu Stöng í Þjórsárdal en talið er að sá bær hafi farið í eyði í Heklugosi árið 1104.

Langtímaávinningur verkefnis

Mikil fjölgun gesta hefur verið síðustu árin enda er þjóðveldisbærinn einstakur ferðamannastaður þar sem gestum gefst einstakt tækifæri til að kynnast húsakynnum og aðbúnaði fólks á þjóðveldisöld.

Hlutverk EFLU

Verkaupa voru kynntar hugmyndir að lýsingu með notkun tölvugerðs líkans af bænum í þrívídd. Jafnfram var komið með lausnir fyrir eldstæðin til að varna því að fólk hrasaði um göt sem eru í gólfum fyrir langeld. Lausnin fólst í að fá eldstæði sem sett eru niður í þessar „holur“ og eru þau tengd rafmagni. Eldstæðin virka líkt og „lifandi“ eldur sem er framkallaður með ljósum og vatnsgufu.

Unnið var eftir líkani við uppsetningar á ljósum. Innstillingar og forritun á lýsingu var í höndum EFLU. Rafverktaki setti upp ljós og tengdi samkvæmt verkteikningum og fyrirmælum frá EFLU.

Viltu vita meira?