Borg séð úr lofti að kvöldi til.

Þróun raforkuverðs á Íslandi 2005-2015

ReykjavíkOrka

EFLA tók saman upplýsingar um þróun heildartekna af raforkuafhendingu til rafhitaðs heimilis sem notar 30.000 kWh/ári og 85% orkunnar fer til hitunar húsnæðis og jafnframt er sýndur kostnaður notandans.

Viðskiptavinur
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Verktími
  • 2017
Þjónustuþættir
  • Ráðgjafi
  • Skýrslugerð
  • Útreikningur

Um hvað snýst verkefnið

Kostnaður við hitun húsnæðis er breytilegur á milli svæða á Íslandi þar sem ódýr jarðvarmi er víða nýttur til húshitunar en innan við 10% landsmanna hita húsnæði beint eða óbeint með raforku sem er mun dýrari orka en jarðvarminn. Af þeim sökum hafa notendur á rafhitasvæðum kallað eftir aðgerðum frá hinu opinbera til að minnka kostnað við hitun húsnæðis og því hefur orka til húshitunar lengi verið greidd niður af ríkinu.

EFLA hefur aðstoðað stjórnvöld í áratugi við að meta kostnað við húshitun og hefur safnað saman tölum um gjaldskrár sem hafa verið notaðar við sölu á raforku.

Hlutverk EFLU nær til eftirfarandi þátta

  • Ráðgjafi verkkaupa
  • Útreikningar á kostnaði notenda
  • Skýrslugerð

Viltu vita meira?