Borgarnes séð frá hafi.

Umferðargreining í Borgarnesi

BorgarnesSamgöngur og innviðir

EFLA greindi umferð um gatnamót Vesturlandsvegar og Borgarbrautar í Borgarnesi. EFLA notaði dróna til að mynda gatnamótin og notaði hugbúnað til þess að telja og greina umferðina.

Viðskiptavinur
 • Vegagerðin
Verktími
 • 2017
Þjónustuþættir
 • Drónar
 • Umferðargreiningar
 • Umferðarskipulag

Um hvað snýst verkefnið

Verkefnið var tvíþætt. Annars vegar var umferðartalning framkvæmd yfir mesta álagstíma síðdegis og hins vegar voru afköst gatnamótana reiknuð fyrir þá umferð.

Eitt af markmiðum verkefnisins var að nota dróna og hugbúnað til að framkvæma umferðartalninguna.

Nákvæmar umferðargreiningar

Niðurstöður verkefnisins gáfu til kynna að notkun dróna ásamt hugbúnaði gefur umferðartalningu aukið gildi. Hugbúnaður skilar niðurstöðum yfir fjölda ökutækja, flokkun ökutækja eftir gerð og stærð sem og akstursferlum þeirra (frá götu A til B). Einnig er hægt er að skoða umferðina á myndböndum eftirá, en með þessu má greina betur umferðarmynstur og leggja mat á umferðaröryggi

Í þessu verkefni var til að mynda hægt að greina umferð um stærra svæði en upp var lagt með, það er hægt var að telja umferð um nærliggjandi gatnamót, en slík eftirfylgd ökutækja væri ómöguleg með öðrum hætti. Til viðbótar var hægt að fylgjast með skörun gangandi/hjólandi og akandi umferðar.

Hlutverk EFLU

 • Mynda gatnamót með dróna
 • Telja ökutæki eftir ökutækjaflokkum Vegagerðarinnar og greina umferðarflæði með hugbúnaði
 • Greina mesta álagstíma yfir talningartímabilið
 • Reikna afköst gatnamóta þ.e. skilgreina þjónustustig, biðraðalengdir og tafir

EFLA sá um eftirfarandi þjónustuþætti

 • Gagnaöflun
 • Umferðargreining
 • Umferð og skipulag
 • Dróna myndataka
 • Afkastareikningar
 • Umferðartalning

Ávinningur verkefnis

Umferðartalning með því að nota dróna og hugbúnað gefur kost á mun betri greiningu en með hefðbundnari leiðum. Myndbönd af umferðarflæði gagnast bæði við nánari greiningu ásamt því að nýtast vel í framhaldi verkefnis t.d. í samráði við íbúa og aðra hagsmunaaðila.

Viltu vita meira?