Íbúðarbyggð við hafið.

Umferðaröryggi skólabarna

HafnarfjörðurSamgöngur og innviðir

EFLA sá um að framkvæma úttekt á umferðaröryggi skólabarna við grunnskóla í Hafnarfirði og koma með tillögur að úrbótum.

Viðskiptavinur
  • Hafnarfjarðarbær
Verktími
  • 2015 - 2016
Þjónustuþættir
  • Umferðarskipulag
  • Umferðaröryggi

Um hvað snýst verkefnið

Mikilvægt er að stuðla að öruggu umhverfi í nágrenni grunnskóla. Við skóla blandast oft saman umferð gangandi og hjólandi barna og bílaumferð foreldra (sem skutla börnum) og starfsmanna.

EFLU var falið að gera úttekt á umferðaöryggi við sjö grunnskóla í Hafnarfirði. Tilgangur verkefnisins var að finna staði þar sem þörf er á úrbótum og gera aðgerðaráætlun sem felur í sér forgangsröðun og kostnaðarmat á aðgerðum að bættu umferðaröryggi.

Hlutverk EFLU

  • Greining á aðstæðum við skóla og í næsta nágrenni skóla (umferðaröryggi)
  • Greining á umferðarslysum í skólahverfum á fimm ára tímabili
  • Greining á samgöngum starfsmanna og nemenda í skólann (gangandi, hjólandi, skutlað og strætó)
  • Útfæra og forgangsraða aðgerðum til að auka öryggi
  • Kostnaðarmat fyrir einstakar aðgerðir

Ávinningur verkefnis

Öruggara umhverfi fyrir alla. Verkefnið var hluti af áætlun Hafnarfjarðarbæjar um bætt öryggi í umferðinni og þá sérstaklega skólabarna.

Viltu vita meira?