Bílar í umferð.

Umferðarupplýsingar beint í bílinn

ÍslandSamgöngur og innviðir

Rannsóknar og þróunarverkefni unnið fyrir Vegagerðina 2012 og uppfært 2017, vegna möguleika á að koma umferðarupplýsingum til GPS tækja í bílum.

Viðskiptavinur
  • Vegagerðin
Verktími
  • 2012 - 2017
Þjónustuþættir
  • Umferðargreiningar
  • Umferðarskipulag

Um hvað snýst verkefnið

Um er að ræða rannsóknarverkefni sem var unnið fyrir Rannsóknarsjóð Vegagerðarinnar 2012 og uppfært 5 árum síðar þar sem tækniþróunin er mjög hröð á þessu sviði.

Víða erlendis er í boði umferðarupplýsingaþjónusta sem felst í því að senda umferðarupplýsingar til vegfarenda um bílútvarp, leiðsögutæki og/eða snjallsíma. Slík þjónusta er ekki í boði hér á landi og fólst verkefnið í því að kortleggja og taka saman möguleika á innleiðingu og áætla kostnað við upptöku slíks kerfis hér á landi.

Skoðaðir voru möguleikar á að dreifa umferðarupplýsingum, s.s. um vegavinnu, veður, færð, umferð o.fl. til vegfarenda í gegnum farsímakerfin, FM útvarpsdreifikerfin og með DAB+ stafrænum útvarpssendingum.

Hlutverk EFLU

EFLA var ráðgjafi verkkaupa í tæknilegum lausnum við að koma umferðarupplýsingum til vegfarenda.

Viltu vita meira?