Umhverfi
Björgunaræfing á Selfossi
Árborg, Selfoss, Suðurland, Björgunarsveitin, Dróni, Flygildi, Ölfusá
Björgunarfélag Árborgar ásamt teymi frá EFLU lögðu af stað með tilraunaverkefni sem fólst í að athuga hvort hægt væri að nota dróna sem var útbúinn hitamyndavél til að leita að fólki bæði á landi og legi. Skipulagðar voru aðgerðir til að leita að sjálfboðaliðum sem tóku þátt í verkefninu í Ölfusá bæði í myrkri og dagsbirtu.
.
Upplýsingar um verkefnið
Verkefnastjóri
Páll Bjarnason
Verktími
2016
Staðsetning
Ölfusá, Selfossi
Tengiliður
Páll BjarnasonByggingatæknifræði B.Sc. Sími: +354 412 6902 / +354 665 6902Netfang: pall.bjarnason@efla.is
Niðurstöðurnar voru afar jákvæðar og jafnvel þótt björgunarsveitamaðurinn hafi verið í þykkum flotbúningi náði dróninn greinilega að mæla hitaútstreymi frá honum.
Það sama var upp á teningnum þegar fylgst var með fólki á landi, dróninn gat auðveldlega greint það í nokkur hundruð metra fjarlægð.
Verkþættir
Stokkið út í Ölfusá
Hitamyndavél greinir auðveldlega nautgripi í myrkrinu
Hitamyndavélin greinir fólk á svæði í niðamyrkri