Deiliskipulag hafnarsvæðis í Grindavík
Grindavíkurbær, Höfn, Sjávarútvegur, Fiskur, Hafnarsvæði, Grindarvíkurhöfn
EFLA sá um að vinna deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið í Grindavík. Meginmarkmið verkefnisins var að setja ramma um hafnarstarfsemina á svæðinu, vöxt hennar og viðhald.
Upplýsingar um verkefnið
Verkkaupi
Grindavíkurbær
Verktími
2013 - 2015
Staðsetning
Reykjavík
Tengiliðir
Elín Ríta Sveinbjörnsdóttir Skipulagsfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6073 / +354 665 6073 Netfang: elin.rita.sveinbjornsdottir@efla.is Reykjavík
Um hvað snýst verkefnið
Verkefnið snerist um að vinna fullmótað deiliskipulag ásamt því að halda utan um og leiða allt samráð við hagsmunaaðila. Verkefnið var krefjandi vegna þess að hafnarsvæðið er svo til fullbyggt og því erfitt að breyta t.d. legu gatna. Fyrir vikið þurfti að horfa sérstaklega til þess að setja einstefnu á svæði við hafnarbakkann sem og til annarra aðgerða til að tryggja betra umferðarflæði og umferðaröryggi.
Verkefninu var ætlað að veita sveitarfélaginu lausnir til að bæta aðstöðu fyrir hafnarstarfsemina á svæðinu og tryggja örugg vinnusvæði ásamt því að geta haldið utan um vöxt og þróun hafnsækinnar starfsemi. Mikil áhersla var lögð á að samtvinna hafnsækna starfsemi og ferðaþjónustu sem hefur byggst upp á svæðinu en ásókn ferðaþjónustufyrirtækja að hafnarsvæðinu hefur aukist og vildi sveitarfélagið skapa umgjörð sem gæfi þessum tveimur atvinnugreinum færi á að dafna saman.
Umhverfismál
Við úrvinnslu verkefnisins var horft til umhverfisáhrifa sem skipulagið gæti haft áhrif á. Umhverfisþættirnir, sem teknir voru fyrir, voru; sjór og strandsvæði, svipmót byggðar og einstakra bygginga, heilsa og öryggi og forminjar og varðveislugildi. Metið var að engin neikvæð umhverfisáhrif væru af deiliskipulaginu.
Verkþættir
Hlutverk EFLU
- Ráðgjafi verkkaupa við skipulagsgerð
- Að halda utan um samráð við hagsmunaaðila
- Sjá um vinnu að deiliskipulagi
- Veita ráðgjöf varðandi umferðarskipulag og umferðarflæði