Umhverfi

Flóðareikningar í Sørfold

Hönnunarflóð, Statnett Vegvesen, Rofvarnir, vegagerð, Sorfold

EFLA sá um að reikna hönnunarflóð í 16 vatnsföllum í Sørfold í Norður-Noregi vegna vegagerðar og gerðar tillögur að rofvörnum þar sem þurfti.

Upplýsingar um verkefnið

Verkkaupi
Norska vegagerðin

Verktími
2015

Staðsetning
Sørfold, Norður-Noregur

Tengiliður

Um hvað snýst verkefnið

Verkefnið fól í sér að reikna hönnunarflóð með 200 ára endurkomutíma auk flóðhæðar í 16 mismunandi punktum. Einnig var lagt mat á þörf fyrir rofvarnir á hverjum stað og tillaga lögð fram að hæfilegum steinastærðum. Vinnan tengdist hönnun nýs vegar, E6 milli Megården og Mørsvikbotn, í Sørfold.

Hlutverk EFLU

  • Útreikningar á hönnunarflóði með 200 ára endurkomutíma
  • Notuð var flóðatíðnigreining með forriti NVE, Hydra 2, og rökræna líkingin
  • Straumhraðaútreikningar
  • Stærðarákvörðun ræsa undir vegi og brýr
  • Útreikningar á flóðhæð
  • Lýsing á rofvörnum
  • Innmæling árfarvega
  • Athugun á jarðvegsaðgerðum í þeim tilgangi að vernda náttúrulega farvegi

Ávinningur verkefnis 

Brýr og ræsi gegnum nýjan veg verða stærðarákvörðuð með tilliti til flóða með 200 ára endurkomutíma sem tryggir öryggi vegfarenda og stuðlar að því að vegurinn sé varinn gegn flóðaskemmdum. 

IMG_7331Ein af ánum í Sørfold sem var metin.

IMG_7342 Frá verkstað í Sørfold.

IMG_7411Frá Sørfold.

IMG_7334Frá Sørfold.

IMG_7329Frá Sørfold.

11937905_10207783361371365_388225426_nFrá Sørfold.




Var efnið hjálplegt? Nei