Umhverfi

Hamragarðar og Seljalandsfoss | Deiliskipulag

EFLA (áður Steinsholt) hefur undanfarið unnið að gerð deiliskipulags fyrir ferðamannasvæðið við Hamragarða og Seljalandsfoss. Ferðamönnum hefur fjölgað mikið á svæðinu undanfarin ár og voru erlendir ferðamenn sem heimsóttu staðinn um 850 þúsund árið 2017.

Upplýsingar um verkefnið

Verkkaupi
Rangárþing eystra

Verktími
2017-2019

Staðsetning
Hamragarðar og Seljalandsfoss

Tengiliðir

Um hvað snýst verkefnið

Með deiliskipulaginu er leitast við að skapa aðlaðandi úti­vistar­svæði, fyrir íbúa og ferðamenn, allan ársins hring. Í samræmi við stefnu sveit­ar­félagsins um eflingu ferðamennsku þjónar skipulagssvæðið mun stærra svæði. Því þarf að vera til staðar á svæðinu aðstaða og þjónusta til að taka á móti gestum í samræmi við það.

Markmið deiliskipulagsins er að

  • Bæta aðstöðu ferðamanna en um leið að draga úr álagi á viðkvæm svæði
  • Gera öruggari leið gegn um svæðið
  • Laga aðkomu og skilgreina bílastæði
  • Finna heppilegan stað fyrir upplýsinga- og þjónustumiðstöð
  • Byggja upp heildstætt stígakerfi sem dreifir umferð um svæðið
  • Bæta aðgengi fyrir alla á sem stærstum hluta svæðisins

Skilgreindir eru fjölbreyttir göngustígar um svæðið og verður hluti stíga færir fyrir hreyfihamlaða. Þá er fyrirhuguð bygging þjónustumiðstöðvar sem þjónar svæðinu í heild. Fyrirkomulag við miðstöðina er hugsað þannig að skjól skapist við húsið til útiveru og að þaðan sé hægt að horfa á Seljalandsfoss.

Við hönnun miðstöðvarinnar skal lögð áhersla á að draga úr áhrifum vegna lýs­ing­ar og hugsanlegum glampa frá gleri. Efnis- og litaval veggja og þaks dragi sem mest úr sjónrænum áhrifum byggingarinnar. Torfþak verði á meirihluta hússins.

Hafa þarf í huga að húsið falli vel að landi. Taka þarf tillit til Hamragarða­bæj­ar­ins við hönn­un þjónustumiðstöðvarinnar. Man­ir, hleðslur og trjá­gróður verði notað til að draga úr sjónrænum áhrifum bygg­ing­ar og bíla­stæða.

Hlutverk EFLU

  • Ráðgjafi verkkaupa við gerð deiliskipulags
  • Umsjón með tillögugerð ásamt vinnuhópi sveitarfélagsins
  • Úrvinnsla og framsetning deiliskpulagstillögu
  • Mat á líklegum áhrifum þeirra framkvæmda sem talið var að gætu haft umtalsverð áhrif á umhverfið. Unnið með vinnuhópi sveitarfélagsins

Ávinningur verkefnis

Til að skapa meira svigrúm fyrir ferðamenn og uppbyggingu miðstöðvar þá verður Þórsmerkurvegur færður vestar, nær Markarfljóti.

Sveitarfélagið hefur hug á að efna til hugmyndasamkeppni um þjónustubygginguna, útfærslu bílastæða og annað fyrirkomulag innan lóðarinnar.

Seljalandsfoss - fyrir AMynd sem sýnir breytt skipulag við svæðið.

Seljalandsfoss - fyrirMyndin sýnir núverandi stöðu á svæðinu.

Skjöl úr deiliskipulagi Hamragarða og Seljalandsfoss

Uppdráttur - Deiliskipulag

Greinargerð deiliskipulags

Var efnið hjálplegt? Nei