Hreinsistöð fráveitu á Akureyri
Fráveita, Norðurorka, Hreinsistöðvar
Verkefnið fólst í hönnun skólphreinsistöðvar til úboðs ásamt mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og ráðgjöf varðandi leyfismál og mat á viðtaka.
Upplýsingar um verkefnið
Verkkaupi
Norðurorka hf.
Verktími
Mars 2015 - núverandi
(gangsetning er áætluð í árslok 2018)
Staðsetning
Akureyri
Tengiliður
Reynir Sævarsson Byggingarverkfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6179 / +354 665 6179 Netfang: reynir.saevarsson@efla.is Reykjavík
Um hvað snýst verkefnið
EFLA var fengin til að hanna hreinsistöð sem félli að áherslum verkkaupa um einfaldleika, frelsi til breytinga í framtíðinni og litla orkunotkun. Stöðin verður ein af stærri hreinsistöðvum landsins en er nokkuð ólík fyrri stöðvum í útfærslu. Gert er ráð fyrir frekari hreinsun skólpins í stöðinni í framtíðinni þar sem aukaafurð verður nýtanleg seyra, laus við allt rusl.
Hlutverk EFLU
- Forhönnun í samvinnu við verkkaupa
- Fullnaðarhönnun á öllu mannvirkinu og búnaði þess
- Mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum en stærðar sinnar vegna er hreinsistöðin matsskyld
- Aðstoð við mat á viðtaka og leyfismálum vegna reksturs stöðvarinnar og byggingar
Umhverfismál
Helstu umhverfislegu sjónarmið verkefnisins eru áhrif fráveitu á viðtaka, úrgangur tengdur starfseminni og möguleg lyktarmengun frá starfseminni. Útfærsla stöðvarinnar tekur mið af nýjum áherslum um að urða ekki lífrænan úrgang og að í framtíðinni verði í stækkaðri stöð framleidd nýtanleg seyra.
Framkvæmdin var matsskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, sem „skolphreinsivirki frá íbúðarbyggð eða iðnaði, […] með afkastagetu sem svarar til 50.000 persónueininga eða meira“.
Ávinningur verkefnis
Með tilkomu hreinsistöðvarinnar er tryggt að rusl berst ekki lengur með skólpi í viðtakann og að standlengjan er ekki lengur menguð af skólpi. Viðtakinn verður vaktaður og sýni hann merki um ofauðgun mun frekari hreinsun koma til.