Loftmyndir í Skaftafellsþjóðgarði
Skaftafellsþjóðgarður, Bílastæði, Drónar, Drone, Flygildi, Kortagerð, Kortlagning
Vegna mikillar fjölgunar ferðamanna við Skaftafell þurfti að endurhanna bílastæði og aðkomu inn á svæðið. Ekki voru til nýlegar loftmyndir sem sýndu þær breytingar sem höfðu verið gerðar á svæðinu síðustu árin.
EFLA var
fengin til að sjá um forhönnun á vegsvæðum og bílastæðum í samstarfi við
Landslag landslagshönnuði.
Upplýsingar um verkefnið
Verkefnastjóri
Páll Bjarnason
Verktími
2016
Staðsetning
Skaftafellsþjóðgarður
Tengiliðir
Páll BjarnasonByggingatæknifræðingur B.Sc. - FagstjóriSími: 412 6902Netfang: pall.bjarnason@efla.is
Cathy LegrandByggingarverkfræðingur M.Sc.Sími: 412 6291Netfang: cathy.legrand@efla.is
Um hvað snýst verkefnið
Skaftafell er náttúruverndað og friðlýst landsvæði og sem slíkt vill þjóðgarðurinn tryggja gestum góðan aðgang og dvöl innan svæðisins. Skaftafellsþjóðgarður, sem er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði, var stofnaður árið 1967 og er þar að finna einstaka náttúrufegurð og gróskumikinn gróður sem þrífst vel milli sanda og jökla.EFLA notaði áttahreyfla dróna til að taka fjölmargar myndir úr lofti af svæðinu eftir fyrirfram hönnuðum ferlum. Með sérstökum hugbúnaði eru myndirnar settar saman þannig að út kemur þrívíddarmódel og samsett flatarrétt loftmynd . Alls þurftu fimm flug til að þekja allt svæðið og kortleggja.
Í kjölfarið afhenti EFLA nýja tillögu að veghönnun ásamt stækkun bílastæða. Tillögurnar voru byggðar á nákvæmum loftmyndum teknar með dróna.
Hlutverk EFLU
- Loftmyndataka með drónum
- Tillaga útbúin að nýrri veghönnun og stækkun bílastæða
Ávinningur verkefnis
Aukið öryggi gesta á svæðinu og betri aðgangur að náttúruperlunni Skaftafelli.