Umhverfi

Öryggis- og heilbrigðisáætlun Háskólans í Reykjavík

Háskólinn í Reykjavík, HR, áhættumat

Markmið verkefnisins var að gera áhættumat starfa hjá Háskólanum í Reykjavík (HR). Áhættumatið náði til allra starfseininga skólans. 

Upplýsingar um verkefnið

Verkkaupi
Háskólinn í Reykjavík

Verktími
2016 - 2017

Staðsetning
Reykjavík

Tengiliður


Um hvað snýst verkefnið

Í verkefninu var gert áhættumat starfa sem er einn liður í öryggis- og heilbrigðisáætlun HR. 

Í framhaldi var gerð aðgerðaráætlun fyrir úrbætur. Í lokin tók öryggisnefnd HR við niðurstöðunum og mun nefndin sjá um eftirfylgni. Þessi vinna er einn liður í gerð öryggis- og heilbrigðisáætlunar HR.

Ráðgjafi EFLU leiddi öryggisnefnd HR í gegnum verkferlið. Verkefnið var unnið í nánu samstarfi milli ráðgjafa EFLU og öryggisnefndar HR ásamt ábyrgðarmönnum hverrar starfseiningar fyrir sig.

Umhverfismál

Sem liður í áhættumati starfa var tekið á geymslu, meðhöndlun og notkun varasamra efna sem skiptir máli út frá öryggissjónarmiðum og ekki síður umhverfissjónarmiðum.

Hlutverk EFLU

  • Leiða vinnuna við áhættumat starfa
  • Fræða starfsfólk HR um gerð skriflegrar áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustað
  • Setja fram ábendingar um úrbætur


Var efnið hjálplegt? Nei