Umhverfisstjórnun | Isavia
Keflavíkurflugvöllur, Reykjanesbær, BIRK, umhverfisgreining
Ráðgjafar EFLU hafa unnið náið með starfsfólki Isavia við umhverfisgreiningar á öllum starfsstöðvum og skilgreiningu á mikilvægum umhverfisþáttum sem er forsenda umhverfisstefnu ásamt markmiðum og aðgerðaráætlun. Umhverfisstefna var samþykkt og innleidd í starfsemi Isavia.
Upplýsingar um verkefnið
Verkkaupi
Isavia
Verktími
2014 - núv.
Staðsetning
Ísland
Tengiliðir
Eva Yngvadóttir Efnaverkfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6078 / +354 665 6078 Netfang: eva.yngvadottir@efla.is Reykjavík
Helga J. Bjarnadóttir Efna- og umhverfisverkfræðingur M.Sc. - Sviðsstjóri Sími: +354 412 6109 / +354 665 6109 Netfang: helga.j.bjarnadottir@efla.is Reykjavík
Um hvað snýst verkefnið
Markmið verkefnisins er að setja fram heildstæða umhverfisstefnu fyrir Isavia og innleiða umhverfisstjórnun á öllum starfsstöðvar fyrirtækisins.
Ráðgjafar EFLU unnu náið með umhverfistengiliðum frá öllum starfsstöðvum Isavia. Tengiliðirnir mynduðu umhverfishóp Isavia og voru mjög virkir við framkvæmd umhverfisgreiningar og gerð umhverfisstefnu. Verkefnið fól m.a. í sér umhverfisúttekt og skilgreiningu mikilvægra umhverfisþátta á öllum starfsstöðvum Isavia.
Sett var fram umhverfisstefna sem birt er á vefsíðu Isavia og er fyrirtækið að vinna með virkum og skipulögðum hætti að ýmsum þáttum í samræmi við hana. Unnið er að kerfisgerð og innleiðingu.
Umhverfismál
Verkefnið fól í sér skilgreiningu mikilvægra umhverfisþátta á öllum starfsstöðvum Isavia. Sett var fram umhverfisstefna sem birt er á vef Isavia og hún innleidd í alla starfsemina.
Hlutverk EFLU
- Ráðgjafi við gerð umhverfisstefnu
- Ráðgjafi við innleiðingu umhverfisstjónunarkerfisins í samræmi við alþjóðlega staðalinn ISO 14001
- Sérfræðingar EFLU komu að fræðslu og þjálfun starfsmanna Isavia
Ávinningur verkefnis
Bætt frammistaða í umhverfismálum, betri nýting aðfanga og minni sóun.