Útreikningur á kolefnisspori fyrir Odda
EFLA gerði útreikninga á kolefnisspori fyrir 4 vörur Odda; plastpoka, pappakassa, bók og öskju.
Helstu niðurstöður sýndu að kolefnisspor erlendra samkeppnisaðila er allt að 93% meira heldur en hjá Odda.
Upplýsingar um verkefnið
Verkkaupi
Oddi
Verktími
2016
Staðsetning
Reykjavík
Tengiliður
Helga J. Bjarnadóttir Efna- og umhverfisverkfræðingur M.Sc. - Sviðsstjóri Sími: +354 412 6109 / +354 665 6109 Netfang: helga.j.bjarnadottir@efla.is Reykjavík
Um hvað snýst verkefnið
Prentsmiðjan Oddi er meðal þeirra 105 íslensku fyrirtækja sem skrifuðu undir Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar árið 2015 um markmið í loftslagsmálum. Með því skuldbundu fyrirtækin sig til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (CO2 ígildi) og minnka myndun úrgangs.
Árið 2016 gerði EFLA úttekt á framleiðsluvörum Odda (pappakassi, askja, plastpoki og bók) til þess að meta kolefnisspor þeirra. Verkefnið var unnið í samræmi við alþjóðlegu staðlana ISO 14040 og 14044 um gerð vistferilsgreininga, en auk þess var stuðst við staðalinn ISO 14067 um útreikning gróðurhúsaáhrifa fyrir vörur. Við útreikning var tekið tillit til öflunar hráefna, framleiðslu og allra flutninga bæði erlendis og til Íslands.
Vörurnar voru auk þess bornar saman við vörur helstu samkeppnisaðila erlendis. Í þeim samanburði kom fram að kolefnisspor hjá erlendum samkeppnisaðilum er allt að 93% meira en hjá Odda og liggur munurinn á kolefnissporunum hvað helst á þeirri raforku sem notuð er við framleiðslu plastpokanna.
Umhverfismál
Á 21. loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna í París (COP21) í desember 2015 settu þjóðir heims sér markmið um að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Kolefnisspor er mælikvarði á losun gróðurhúsalofttegunda á vistferli vöru eða þjónustu.
Verkþættir
Hlutverk EFLU
- Skilgreining markmiðs og umfangs vistferilsgreiningarinnar og upplýsingasöfnun í samstarfi við starfsmenn Odda
- Uppsetning líkans í sérhæfðum hugbúnaði fyrir vistferilsgreiningar (GaBi)
- Túlkun niðurstaða, rýni og framsetning
"Við gleðjumst að sjálfsögðu yfir því að kolefnisspor vörunnar okkar sé með því minnsta sem gerist í heiminum og ætlum að halda ótrauð áfram á sömu braut. Lægra kolefnisspor skiptir máli fyrir okkur öll."
Ávinningur verkefnis
Oddi hefur sett sér markmið í umhverfismálum, t.d. með endurvinnslu, umhverfisvænu hráefni og endurnýjanlegri orku. Með því að fá EFLU til að reikna út kolefnisspor á vörum hjá sér hefur Oddi getað fylgst með umhverfisáhrifum starfsemi sinnar með það að markmiði að gera eins vel og mögulegt er í loftslagsmálum og sýna ábyrgð gagnvart samfélaginu.