Umhverfi

Vatnsdalshólar | Talning hóla

Hvað eru Vatnsdalshólar margir, Fjöldi hóla, Vatnsdalur, Kort, Landmælingar, Hólar, Landinn

Vatnsdalshólar hafa til þessa verið álitnir óteljandi. EFLU lék forvitni á að vita hvort hægt væri að telja hólana með því að nota nýjustu tækni og greiningarmöguleika í landupplýsingakerfum. 

Upplýsingar um verkefnið

Verktími
2018

Staðsetning
Vatnsdalshólar, Austur-Húnavatnssýsla

Tengiliðir

Um hvað snýst verkefnið

Hafist var handa við að kortleggja svæðið, sem er um 4 ferkílómetrar, með því að fljúga dróna yfir það. Með drónanum var unnt að afla gagna um hæðarlegu á svæðinu og taka nákvæmar loftmyndir í háskerpu. Gögnin sem dróninn aflaði voru færð inn í landupplýsingakerfi EFLU þar sem unnið var áfram með þau. 

Landlíkan

Fyrsta skrefið var að vinna þrívítt landlíkan af svæðinu og taka út úr því allar hæðir sem gætu haft áhrif á talninguna. Þar er átt við hæðir eins og tré, byggingar, bílar, uppbyggða vegi og mannfólk sem augljóslega eru ekki hólar. Í kjölfarið voru víðtækir greiningarmöguleikar landupplýsingakerfa nýttir til að vinna gögnin áfram og finna fjöldatölu fyrir hólana. Í ferlinu voru nýttar sömu aðferðir og sérfræðingar EFLU á sviði landupplýsinga hafa reynslu af að nýta í ýmiskonar greiningar er tengjast m.a. vatnafari, flóðasvæðum, rennsli, magntöku og fl. og þær aðferðir voru aðlagaðar að verkefninu.

Hvað eru hólarnir margir?

Stærsta áskorunin við að telja hólana var hvernig skilgreina ætti fyrirbærið hól þar sem engin fræðileg skilgreining né hæðarviðmið liggja þar að baki. Því ákváðu sérfræðingar EFLU í landupplýsingakerfum að styðjast við tvær skilgreiningar á hugtakinu "hvað er hóll".

Fjöldi Vatnsdalshóla | Skilgreining 1 

Fyrri skilgreining EFLU miðaði við að hóll væri svæði þar sem land rís upp í að minnsta kosti 50 cm hæð úr öllum hliðum og telst sem ein eigind. Ef miðað er við þessa skilgreiningu falla öll svæði sem gætu verið kölluð hryggir og hæðir undir skilgreininguna og þá er ekki gert ráð fyrir að hólar geti risið upp af öðrum stærri hólum eða hæðum. Miðað við þessa skilgreiningu eru hólarnir á svæðinu 729 talsins.

Fjöldi Vatnsdalshóla | Skilgreining 2

Önnur skilgreining EFLU miðaði við hólar á svæðinu væru allir toppar og urðu þeir að ná í það minnsta eins metra hæð. Þá fást í raun hólar ofan á hóla og því teljast þeir mun fleiri á svæðinu. Miðað við þá skilgreiningu eru hólarnir á svæðinu 1836 talsins.

Fjöldi Vatnsdalshóla var uppljóstraður í þætti Landans sunnudaginn 21. október. Sjá einnig frétt með niðurstöðum á vefnum.

Hlutverk EFLU

  • Dróna flogið yfir landsvæði
  • Þrívíddarlíkan útbúið
  • Fjölbreyttar greiningar í landupplýsingakerfi
  • Magntaka
  • Þrívíddarskönnun á landsvæði
  • Svæði sett í sýndarveruleika
  • Framsetning á kortum

5Landsvæði Vatnsdalshóla var sett upp í þrívídd.

3Gréta, Hjörtur og Gunnar fara yfir talninguna.

Vatnsdalsholar_1_700x464Loftmynd af einum hólanna.

Vatnsdalsholar_2_700x464Þjóðvegur 1 liggur meðfram Vatnsdalshólum.

Vatnsdalsholar_3_700x464Landsvæði hólanna er ægifagurt.

Vatnsdalsholar_4_700x464Fjölskrúðugir og tilkomumiklir Vatnsdalshólar.

2_1539170621082Gréta Hlín fer yfir talninguna með Gunnari Birgissyni frá Landanum.

Líkan af Vatnsdalshólum

Til að skoða svæðið er smellt á líkanið og það opnað í "full screen". Hægt er að nota músina til að skoða Vatnsdalshólana, gott er að halda músarhnappinum í miðjunni niðri til að færa sig á milli svæðanna. Var efnið hjálplegt? Nei