Umhverfi

Vistferilsgreining fyrir flutningskerfi Landsnets

Vistferilsgreining, LCA, Landsnet, Kolefnisspor

EFLA annaðist vistferilsgreiningu (e. Life Cycle Assessment, LCA) á flutningskerfi raforku á Íslandi. Kerfið samanstendur af öllum flutningsmannvirkjum í kerfinu, þ.m.t. loftlínum, tengivirkjum og jarðstrengjum sem rekin eru á 66 kV, 132 kV og 220 kV spennu. Með greiningu voru umhverfisáhrif kerfisins metin „frá vöggu til grafar“ og kolefnisspor raforkuflutnings á Íslandi reiknað út.

Upplýsingar um verkefnið

Verkkaupi
Landsnet

Verktími
2012-2018

Staðsetning
Ísland

Tengiliðir

Um hvað snýst verkefnið

Umhverfisáhrif flutnings raforku í flutningskerfi Landnets voru greind með aðferðafræði vistferilsgreiningar. Áhrifin voru greind fyrir 13 flokka umhverfisáhrifa, þ.m.t. gróðurhúsaáhrif, en markmið greiningarinnar var að auðkenna þá þætti vistferilsins sem valda mestu umhverfisáhrifum og meta einnig mikilvægar stærðir á borð við kolefnisspor raforkuflutnings.

Niðurstöðurnar sem og allar upplýsingarnar sem fram koma í greiningunni nýtast nú þegar í umbótaverkefnum Landsnets, en fyrirtækið var aðili að sameiginlegri yfirlýsingu Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi, um að verða kolefnishlutlaus fyrir árið 2040.

Landsnet hefur einnig nýtt sér niðurstöður þessarar vinnu m.a. við samanburð valkosta í kerfisáætlun og hafa niðurstöður greiningarinnar sömuleiðis verið kynntar á alþjóðlegri ráðstefnu CIGRÉ.

Umhverfismál

Vistferilsgreiningin varpaði ljósi á fjölmörg tækifæri í uppbyggingu og rekstri kerfisins til að lágmarka umhverfisáhrif og ekki síst losun gróðurhúsa· lofttegunda, t.d. með því að halda flutningstöpum í lágmarki og að draga úr SF6 leka í kerfinu eins og kostur er.

Hlutverk EFLU

  • Skilgreining á markmiði og umfangi
  • Upplýsingaöflun um alla þætti vistferilsins
  • Líkangerð í sérhæfðum hugbúnaði fyrir vistferilsgreiningar (GaBi)
  • Útreikningar á kolefnisspori og fleiri umhverfisáhrifum fyrir flutning raforku
  • Túlkun niðurstaða, rýni og framsetning

Var efnið hjálplegt? Nei