Vistferilsgreining fyrir íslenska steinull
EFLA gerði vistferilsgreiningu (Life Cycle Assessment, LCA) fyrir steinull sem er framleidd hjá Steinull hf. á Sauðárkróki en um er að ræða fyrstu vistferilsgreininguna fyrir íslenskt byggingarefni.
Vistferilsgreiningar eru notaðar til að meta kolefnisspor eða vistspor vöru og þegar umhverfismerki (t.d. Svanurinn) eða umhverfisyfirlýsing (Environmental Product Declaration, EPD) eru útbúin fyrir vöru.
Upplýsingar um verkefnið
Verkkaupi
Steinull hf
Verktími
2017
Staðsetning
Sauðárkrókur
Tengiliðir
Sigurður Loftur Thorlacius Umhverfisverkfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6316 / +354 766 5544 Netfang: sigurdur.thorlacius@efla.is Reykjavík
Helga J. Bjarnadóttir Efna- og umhverfisverkfræðingur M.Sc. - Sviðsstjóri Sími: +354 412 6109 / +354 665 6109 Netfang: helga.j.bjarnadottir@efla.is Reykjavík
Um hvað snýst verkefnið
Umhverfisáhrif voru reiknuð fyrir 1 m2 af steinull sem veitir varmamótstöðuna
1 m2 K/W og var mismunandi steinull var skipt í þrjá rúmþyngdarflokka. Greiningin náði yfir vinnslu hráefna, flutninga til verksmiðju, framleiðslu, flutninga að verkstað og förgun. Umhverfisáhrif voru reiknuð fyrir nokkra umhverfisáhrifaflokka s.s. gróðurhúsaáhrif, eyðingu auðlinda, súrnun vatns og lands, næringarefnaauðgun og myndun ósonsvið yfirborð jarðar. Hér á eftir er fjallað sérstaklega um niðurstöður er varða gróðurhúsaáhrif eða svokallað kolefnisspor steinullarinnar.
Kolefnisspor
Gerður var samanburður á milli steinullarframleiðenda í kolefnisspori vegna öflunar og vinnslu hráefna og framleiðslu steinullar. Þar kom í ljós að kolefnisspor við framleiðslu erlendis var meira en tvöfalt eða þrefalt hærra heldur en fyrir framleiðslu á Íslandi og er það helst vegna rafvæðingar framleiðslunnar á Íslandi.
Helstu niðurstöður
Niðurstöðurnar sýndu að steinull sem framleidd er hjá Steinull hf. á Sauðárkróki hefur, þrátt fyrir flutninga til meginlands Evrópu, að minnsta kosti helmingi lægra kolefnisspor en sambærileg erlend steinull sem borið var saman við.
Framleiðsluferlið
Steinullin er framleidd með því að bræða basaltsand, skeljasand, ólivínsand og súrál við 1580C í rafbræðsluofni og spinna þræði í spunavél. Þræðirnir mynda ull sem er síðan hert með bindiefnum í hersluofni.
Umhverfismál
Niðurstöður vistferilsgreiningarinnar hafa leitt í ljós hvaða þættir valda mestum umhverfisáhrifum og er nú hægt að taka næstu skref við að vinna að því að draga úr þeim umhverfisáhrifum. Einnig er hægt að upplýsa neytendur um kolefnisspor vörunnar sem og önnur umhverfisáhrif. Þær upplýsingar skipta máli við vistvæn innkaup.
Hlutverk EFLU
- Vistferilsgreining framkvæmd
- Umhverfisáhrif skilgreind
- Kolefnisspor steinullar reiknað út
Vottuð umhverfislýsing
Nú er unnið að umsókn um vottaða umhverfisyfirlýsingu (EPD) fyrir íslenska steinull byggða á vistferilsgreiningunni. Með henni verður steinullin frá Steinull hf. að öllum líkindum fyrsta íslenska varan sem fær slíka umhverfisyfirlýsingu.Ávinningur verkefnis
Greiningin leiðir í ljós tækifæri til umbóta á vörunni til að draga úr umhverfisáhrifum. Einnig fæst grunnur að vottaðri umhverfisyfirlýsingu fyrir íslensku steinullina sem hönnuðir og kaupendur geta nýtt í vistvænum samanburði t.d. þegar byggðar eru umhverfisvottaðar byggingar.
Fjölbýlishús í Breiðholti klætt með steinull. Mynd: Steinull hf
Þak- og þéttull. Mynd: Steinull hf
Fjölbýlishús við Bústaðarveg klætt með steinull. Mynd: Steinull hf