Uppfærsla skjámyndakerfis fyrir Norðurál
Verkefnið felst í uppfærslu á gömlum skjámyndakerfum í verksmiðju Norðuráls og útskiptum á hugbúnaði til að auka öryggi og áreiðanleika netkerfa.
Um hvað snýst verkefnið
Verkefnið fólst í að skipta út gömlum skjákerfum í verksmiðju Norðuráls sem eru notuð fyrir daglegan rekstur ýmissa kerfa. Skjákerfin sem voru áður hjá Norðurálu voru staðbundin skjákerfi þ.e. þau voru sett upp á tölvur á vinnustöðvunum og lítil samlegð var á milli kerfa.
Nýtt skjámyndakerfi (Factory Talk View Studio) er sett upp á miðlæga þjóna (e. server) og notendur tengjast þeim frá útstöðvunum. Breytingar og viðhald á kerfunum er auðveldara með nýju kerfi þar sem breytingar skila sér samtímis á allar útstöðvar sem auðveldar til muna alla viðhaldsvinnu við skjákerfin. Tveir þjónar eru fyrir hvert kerfi þannig að ef annar bilar tekur hinn við og heldur uppi fullri virkni á skjámyndakerfinu. Með þessum aðgerðum er uppitími skjámyndakerfisins stórlega aukinn og möguleikinn á netviðmótslausnum er fyrir hendi.
Nýr skjákerfa- og PLC staðall var unninn og með því var hægt að samræma útlit og uppsetningu skjámynda og kerfa þar sem markmiðið var að notendur gætu auðveldlega unnið á mismunandi svæðum.
Hlutverk EFLU
- Þróa skjákerfa- og PLC staðal fyrir Norðurál
- Forrita ný skjákerfi fyrir mismunandi svæði
- Prófunarlýsingar og prófunarskjöl
- Prófanir á skjákerfum áður en uppsetning á sér stað
- Breytingar á PLC forritum til að nýta nýjan staðal
- Uppsetning og prófanir í verksmiðjunni
Ávinningur verkefnis
Langtímaávinningur verkkaupa að verkefni loknu er betri og öruggari rekstur á stjórnkerfum verksmiðjunnar með auknum möguleikum á uppfærslum í framtíðinni.