
Vistferilsgreiningar fyrir Nýjan Landspítala
EFLA gerði vistferilsgreiningar (einnig kallað lífsferilsgreining) fyrir meðferðarkjarna og rannsóknarhús Nýs Landspítala. Vistferilsgreining er mikilvægur þáttur í vistvænni hönnun og er oft notuð til að uppfylla kröfur BREEAM vottunarkerfisins.
Um hvað snýst verkefnið
Meðferðarkjarninn er ein stærsta bygging Íslands og mun gegna lykilhlutverki í starfsemi spítalans. Í rannsóknarhúsi mun öll rannsóknarstarfsemi spítalans sameinast á einn stað.
Vistferilsgreiningarnar voru framkvæmdar í tengslum við BREEAM vottun bygginganna, en í vottunarkerfinu eru vistvæn sjónarmið og áhersla á sjálfbæra þróun. Greiningarnar náðu yfir allan líftíma bygginganna, þ.e. frá vinnslu og flutningi hráefna, framleiðslu, flutningi að verkstað, til notkunar og förgunar. Þær voru unnar samkvæmt alþjóðlegum stöðum ISO 14040 og ISO 14044. Niðurstöður greininganna sýndu hvar stærstu tækifærin liggja til að draga úr umhverfisáhrifum bygginganna.
Hlutverk EFLU
- Framkvæmd vistferilsgreininga fyrir báðar byggingar
- Greining og túlkun á niðurstöðum
- Skil á sönnunargögnum til vottunaraðila
EFLA hefur áratuga reynslu af vistferilsgreiningum og kolefnissporsútreikningum fyrir fjölbreyttar atvinnugreinar, þar á meðal byggingariðnað, orkuiðnað, samgöngur og sjávarútveg.
Umhverfismál og ávinningur
Vistferilsgreiningarnar veita mikilvæga innsýn í hvar umhverfisáhrif vega þyngst yfir líftíma meðferðarkjarnans og rannsóknarhússins. Þær nýtast sem verkfæri til ákvarðanatöku um aðgerðir sem geta dregið úr umhverfisáhrifum og stuðlað að sjálfbærari mannvirkjagerð.
Frá og með 1. september 2025 taka í gildi ný ákvæði byggingarreglugerðar um gerð og skil vistferilsgreininga fyrir byggingar, með áherslu á að reikna kolefnisspor. Vistferilsgreiningar mannvirkja nýtast því einnig til að uppfylla nýjar lagalegar kröfur. Greiningar sem þessar verða því sífellt mikilvægari.
Myndir eru í eigu NLSH ohf.