Vistferils- greiningar mannvirkja

Kemur þú að hönnun mannvirkja eða byggingarframkvæmdum?

Ný ákvæði byggingarreglugerðar taka gildi
1. september 2025 um gerð og skil vistferilsgreininga (LCA, einnig kallað lífsferilsgreiningar) fyrir byggingar, með áherslu á að reikna kolefnisspor.

EFLA hefur áratugareynslu í gerð vistferilsgreininga fyrir mannvirki.

Íbúðarhverfi um vatnsból.
Byggingarkrani á framkvæmdarsvæði, tveir öryggisklæddir menn uppá ókláraði byggingu, blár himinn í bakgrunni

Við hjálpum þér að uppfylla nýjar kröfur byggingarreglugerðar

Nýju kröfurnar eru í takt við alþjóðlegar áherslur um að draga úr umhverfisáhrifum mannvirkja. Þær eiga við um byggingar í umfangsflokkum 2 og 3, það er byggingar þar sem fólk hefur fasta búsetu og stærri atvinnuhúsnæði. Þetta þýðir að aðilar sem koma að nýbyggingum þurfa að gera grein fyrir kolefnisspori mannvirkis á hönnunarstigi, fyrir umsókn um byggingarleyfi, og aftur á lokastigi áður en lokaúttekt fer fram.

EFLA getur aðstoðað við gerð og framsetningu vistferilsgreiningar sem byggir á:

  • Markmiðum og umfangslýsingu.
  • Hönnunargögnum, líkt og líkani eða magnskrá.
  • Útreikningum með viðurkenndum hugbúnaði og bakgrunnsgögnum.
Þriggja hæða bygging með bíla á bílastæði fyrir framan.

Ávinningur vistferilsgreininga mannvirkja

Vistferilsgreining er aðferð sem notuð er til að meta umhverfisáhrif vöru eða þjónustu yfir allan vistferil hennar. Greiningin nær þannig yfir öll stig vistferilsins, þ.e. nám auðlinda, vinnslu og framleiðslu byggingarefna, byggingarframkvæmdir, notkun og viðhald, niðurrif við lok líftíma og sýnir hvar umhverfisáhrif verða til.

Ávinningur vistferilsgreininga er margþættur;  

  • Markviss ákvarðanataka snemma í hönnunarferlinu um lausnir og efnisval með það að markmiði að draga úr kolefnisspori og kostnaði áður en framkvæmdir hefjast. 
  • Þekking á hvar umhverfisáhrifin vega þyngst yfir líftíma mannvirkis.
  • Miðlun upplýsinga til verktaka, hönnuða, framleiðenda og neytenda um umhverfisáhrif mannvirkis.
  • Uppfylling á lagalegum kröfum.
A modern building facade featuring staggered layers of stone and glass

EFLA með áratuga reynslu í vistferilsgreiningum

Sérfræðingar EFLU hafa í 25 ár framkvæmt vel á annað hundrað vistferilsgreininga, þar á meðal fyrir margskonar mannvirki, stór og smá. Auk þess veitir EFLA ráðgjöf við vistvæna hönnun.
EFLA vinnur vistferilsgreiningar samkvæmt alþjóðlegum stöðlum (ISO 14040 og ISO 14044) og leggur áherslu á að greiningin sé aðgengileg, gagnleg og hagnýt fyrir viðskiptavininn.

EFLA veitir þjónustu sem leggur áherslu á: 

  • Gerð vistferilsgreininga og kolefnisútreikninga fyrir mannvirki á öllum stigum framkvæmda.
  • Samráð og aðlögun að þörfum viðskiptavina.
  • Greiningu og útreikninga með viðurkenndum hugbúnaði og bakgrunnsgögnum og skýra framsetningu niðurstaða.
  • Ráðgjöf við markmiðasetningu, stefnumótun, hönnun og efnisval með það að markmiði að draga úr umhverfisáhrifum bygginga. 

Hafðu samband við sérfræðinga EFLU

Svart hvít andlitsmynd af konu

Sérfræðingur í gerð vistferilsgreininga og kolefnissporsútreikninga fyrir mannvirki í byggingar-, samgöngu- og orkugeiranum.

Alexandra Kjeld
  • Umhverfi
  • Samfélag
  • Reykjavík
Andlitsmynd af brosandi konu

Sérfræðingur í vistferilsgreiningum fyrir mannvirki og vörur, auk umhverfisyfirlýsinga (EPD).

Ása Rut Benediktsdóttir
  • Umhverfi
  • Samfélag
  • Reykjavík