„Ég eignaðist góða vini”

12.01.2024

Fréttir
Kona.

Árna Benediktsdóttir.

„Eftir því sem leið á sumarið jókst áhuginn minn á frekara námi. Ég er strax farin að líta í kringum mig,” segir Árna Benediktsdóttir, 23 ára Reykvíkingur sem var hluti sumarstarfsfólks EFLU sumarið 2023.

Gefandi vinna

„Þetta var fyrsta árið mitt hjá EFLU, vonandi af mörgum,” segir Árna sem er á sínu þriðja ári í byggingartæknifræði í Háskólanum í Reykjavík.

Síðasta sumar var hún hluti af byggingartækniteymi EFLU. „Ég var mest í því að fara í skóla og stofnarnir til að rakaskima, sjónskoða og taka sýni. Svo tók við að vinna úr þeim gögnum og gera skýrslur. Mér fannst það fyrirkomulag henta mér vel,” segir Árna.

Hún var mjög ánægð með vinnufyrirkomulagið og verkefnin sem henni voru falin. „Ég fékk að fara út á mörkina, framkvæma mælingar og vinna svo áfram með þær upplýsingar sem ég aflaði. Það var mjög gefandi að vinna með það að leiðarljósi að bæta innivist bygginga,” segir Árna.

Henni þótti takast vel til. „Mér gekk vel að takast á við verkefnin sem ég fékk í hendurnar. Þá fékk ég alla þá hjálp sem ég þurfti ef ég var í vafa með eitthvað. Fólkið var alltaf tilbúið að hjálpa og kenna mér. Allir tóku mjög vel á móti mér og ég eignaðist góða vini,” útskýrir Árna.

Starfsfólk við myglurannsóknir.

Mun nýtast í náminu

Auk þess að auka áhuga hennar á frekara námi þá segir Árna að þessi reynsla muni reynast henni vel í núverandi námi. „Þetta mun klárlega hjálpa mér meira í náminu og það var gaman að sjá hlutina í alvöru en ekki á glæru,” segir hún.

Framhaldsnámið verður líklega stundað erlendis. „Mig langar helst að fara út í nám og taka meistaragráðu í byggingarverkfræði með áherslu á byggingareðlisfræði. Ég sé fyrir mér að það myndi nýtast mér í því starfi sem ég var í hjá EFLU í sumar, segir Árna.