Aðalskipulag sjö sveitarfélaga í endurskoðun

07.04.2020

Fréttir
A rural landscape with green field and  mountain

EFLA vinnur að aðalskipulagsmálum sjö sveitarfélaga um þessar mundir, þar á meðal Hvalfjarðarsveit þar sem myndin var tekin.

Um þessar mundir vinnur EFLA að endurskoðun aðalskipulags með sjö sveitarfélögum víðsvegar um landið. Slík vinna er umfangsmikil og tekur að jafnaði tvö til þrjú ár.

Starfsmenn EFLU hafa áratuga reynslu í vinnu við aðalskipulagsmál og hafa undanfarna mánuði unnið að endurskoðun aðalskipulags fyrir sjö sveitarfélög; Árborg, Ásahrepp, Hvalfjarðarsveit, Rangárþing eystra, Seyðisfjarðarkaupstað, Skeiða- og Gnúpverjahrepp og Sveitarfélagið Ölfus.

Horft til framtíðar varðandi þróun og þarfir íbúa

Endurskoðun aðalskipulags tekur yfirleitt um 2-3 ár og ber sveitarstjórn ábyrgð á að slík vinna fari fram reglulega. Við gerð aðalskipulags þarf að horfa til þróunar sveitarfélagsins síðustu ár og þarfa þess til framtíðar. Byggja þarf stefnu aðalskipulags á skipulagslögum og fyrirliggjandi stefnu ríkis og sveitarfélaga. Í aðalskipulagi er sett fram stefna um landnotkun, byggðaþróun og byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál.

Skipulagsáætlanir eru unnar samkvæmt skipulagslögum og vinnur EFLA skipulagsuppdrætti á stafrænu formi og færir í landupplýsingakerfi, en frá 1. janúar 2020 er skilt að skila aðalskipulagsuppdráttum á slíku formi.

Víðtæk reynsla í skipulagsmálum hjá EFLU

Þegar sveitarfélög semja um ráðgjöf vegna skipulagsmála vegur reynslan þungt í slíkri vinnu því að mörgu er að huga í málaflokknum. Innan raða EFLU býr mikil reynsla og víðtæk þekking í skipulagsmálum. Sérfræðingar fyrirtækisins hafa komið að fjölmörgum slíkum verkefnum víða um landið og eru verkefni EFLU á sviði aðalskipulagsmála fjölbreytt.

A map of a region with various area marked in different shades of green

Myndin sýnir framvindu verkefna m.v. stöðuna í apríl 2020 - Hægt er að smella á mynd til að stækka.